Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 15
Notkun geislunar í læknisfræði Fræðsluefni frá Geislavörnum ríkisins Ár hvert fara tugir þúsunda íslendinga í rannsóknir sem byggja á hagnýtingu röntgengeislunar eða geisla- virkra efna, án þess að gera sér glögga grein fyrir rann- sóknartækninni. Hér verður sagt frá nokkrum grund- vallaratriðum. Geislun og jónun Geislun er kölluð jónandi þegar hún hefur nógu mikla orku til að breyta sameindum í líkamanum. ]ón- andi geislun veldur efnafræðilegum breytingum sem geta skaðað líkama okkar. Við jónun er rafeind fjarlægð frá sameind, sem verður við það raflilaðin. Dæmi um slíka geislun er röntgengeislun og gammageislun. Dæmi um geislun sem er ekki jónandi eru örbylgjur (t.d. frá örbylgjuofni), útfjólublá geislun (t.d. frá sól- inni) og venjulegt ljós. Geislun frá náttúrulegu umhverfi okkar (náttúru- geislun) berst utan úr himingeimnum, frá geislavirkum efnum í jarðvegi, bergi og byggingarefnum, frá geisla- virkum efnum í eigin líkama og frá geislavirkum loft- tegundum við innöndun Geislun af völdum manna berst frá jónandi geislun við heilsugæslu, svo sem röntgenmyndun með rönt- gentækjum (á meðan kveikt er á þeirn), geislavirkum efnum vegna vinnu á rannsóknastofum og þegar sjúkl- ingar fá geislavirk efni vegna greiningar eða lækningar. Einnig berst hún frá kjarnorkuslysum, kjarnorku- sprengingum, úrgangsefnum frá kjarnorkuiðnaði og frá iðnaði og iðnvarningi. Ekki má gleymast að jónandi geislun er hluti af eðli- legu umhverfi mannsins. Svo hefur alltaf verið. Sú jón- andi geislun sem ailir verða fyrir er oft köiluð grunn- geislun. Meginuppistaða hennar er fyrrnefnd náttúru- leg geislun. Að auki bætist við geislun af völdum geislavirkra efna sem eru í umhverfi okkar af manna- völdum, en sú viðbótargeislun er oftast hlutfallslega lítil. Grunngeislun er breytileg frá einum stað til ann- ars. Hér á landi er hún mjög lítil og ræður þar mestu gerð bergs og jarðvegs. íslenskt berg er mjög snautt af geislavirkum efnum. Þegar áhrif geislunar frá ýmsum þáttum í umhverfi okkar (á vinnustað eða annars stað- ar) eru metin, þá er hollt að hafa í huga samanburð við áhrif geislunar frá náttúrulegu umhverfi okkar. Röntgengreining Það var Wilhelm Conrad Röntgen, þýskur eðlis- fræðiprófessor, sem uppgötvaði röntgengeisla fyrstur manna þann 8. nóvember 1895 og tók fyrstu röntgen- myndina af hendi konu sinnar. Röntgenlampi er lofttæmt glerhylki með tveimur raf- skautum. í öðru þeirra er glóðarþráður tengdur við rafmagn (sjálfstæðan aflgjafa). Þegar straumur kemur á þráðinn hitnar hann og byrjar að glóa. Við það losna rafeindir af ystu hvelum málmatómanna í þræðinum. Þegar sett er mjög há spenna yfir skaut röntgenlamp- ans hraðar straumur rafeinda sér yfir á hitt rafskautið. Er rafeindirnar rekast á það stöðvast þær skyndilega. Þá verður til svokölluð bremsugeislun". Aðeins 1% af orku rafeindanna breytist í röntgengeislun en 99% breytist í hita. Magn röntgengeisla sem verður til með þessum hætti fer eftir því hve mikið af rafeindum losn- ar frá glóðarþræðinum. Með því að auka strauminn í gegnum glóðarþráðinn er hægt að auka magn rafeinda sem falla á rafskautið. Eftir því sem hærri spenna er notuð, þeim mun orkuríkari verða röntgengeislarnir og geta þá náð í gegnum þykkari efni. Röntgengeislar eru notaðir til þess að búa til myndir af innviðum líkamans til sjúkdómsgreininga. Líkaminn er byggður upp af mismunandi þykkum og þéttum vefjum sem eru mismunandi gegnsæir við geislun. Mun minna af geislum kemst í gegnum bein en vöðva og því verður svæði undir beinum ljóst á röngenmynd en dökkt undir mjúkum vefjum. I hefðbpndinni röntgenmyndatöku er röntgengeisli sendur í gegnum það svæði líkamans sem skoða þarf. Geislinn fellur síðan á filmu í sérstöku filmuhylki og eftir að fiiman hefur verið framkölluð er röntgenmynd- in tilbúin. I annarri tegund röntgenrannsóknar, skyggningu, fer geislinn í gegnum líkamann og lendir á búnaði sem kallaður er skyggnimagnari. Hann magnar myndmerk- ið og sýnir lifandi mynd á sjónvarpsskjá. í skyggningu Á síðasta ári var þess minnst að ein öld var liðin frá því að Wilhelm Conrad Röntgen tók fyrstu röntgen- myndina, af hendi konu sinnar. Tæknin hefur mikið breyst síðan. HEILBRIGÐISMÁL 2/1996 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.