Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 23
að nokkru leyti einnig í öðrum löndum Vestur-Evrópu. Einn af fyrrverandi kennurum Pasteurs í efnafræði bað hann að stjórna nefnd, sem skipuð var af landbún- aðarráðuneytinu til þess að rann- saka vandamálið. Rannsóknir á sjúkdómum í silki- ormum stóðu yfir frá 1865 til 1870 og ná yfir einn merkilegasta og áhrifamesta kaflann í lífi Pasteurs. Hann lagði hart að sér og varð á sama tíma fyrir miklum áföllum í einkalífinu. Arið 1868 fékk Pasteur síðan heilablóðfall sem leiddi til lömunar á vinstri hendi og fæti. Strax og hann gat því við komið fór hann aftur á vettvang til áfram- haldandi rannsókna. Þegar vinur Pasteurs sagði eitt sinn við hann að það hlyti að þurfa mikið hugrekki til þess að starfa sleitulaust undir erfiðum kringum- Pasteur á rannsóknastofu sinni ár- ið 1885, þá 62 ára að aldri. f flösk- unni er mæna úr kanínu sem sýkt var af hundaæðisveiru. Þetta þekkta málverk er eftir finnska listmálarann Albert Edelfelt. stæðum, svaraði hann: „Ég veit ekki um hugrekki mitt, en ég veit hverjar skyldur mínar eru." Bólusetning gegn smitsjúkdómum I lok átjándu aldar fann breski læknirinn Edward Jenner betri að- ferð en áður hafði þekkst til þess að bólusetja gegn bólusótt. Það var al- geng trú í sveitum Bretlands að mjaltastúlkur, sem höfðu fengið kúabólu, væru ónæmar fyrir hinni hættulegu bólusótt. Jenner notfærði sér þessa vitneskju og árið 1798 rispaði hann sýkningarefni úr kúa- bólu á handlegg átta ára pilts, sem hét James Phipps. Jenner þóttist af ýmsum ástæðum viss um að piltur- inn væri nú ónæmur fyrir bólusótt og til þess að prófa kenningu sína reyndi hann sex vikum síðar að smita piltinn með efni sem hann hafði tekið úr bólusóttarsjúklingi. Þar sem pilturiijin fékk engin ein- kenni bólusóttar, voru hugmyndir Jenners staðfestar. Þrátt fyrir and- stöðu fékk bólusetningaraðferð Jenners einnig mikinn stuðning og nú hefur þessari veiki verið útrýmt. Louis Pasteur uppgötvaði fyrir tilviljun, að hann gat breytt alvar- legum smitsjúkdómi í mildan með því að veikja eða lama örveruna, sem olli honum. Pasteur var árið 1879 að vinna með sýkil, sem veld- ur hænsnakóleru og komst þá að raun um að gömul ræktun, sem hann notaði og drap ekki kjúkling- ana, varði þá gegn ræktun sýkilsins sem drap samanburðarkjúklinga á minna en einum degi. Pasteur, sem var mikill aðdáandi Jenners, gerði sér grein fyrir þeirri þakkarskuld sem hann var í við hann og kallaði þess vegna sína aðferð bólusetn- ingu, enda þótt hún ætti ekkert skylt við bólusótt. Þaðan kemur orðið bóluefni. Pasteur uppgötvaði einnig bóluefni gegn miltisbruna í nautgripum, en frægasti sigur hans var gegn veirusjúkdómi sem kall- aður er hundaæði. Hinn 6. júlí árið 1885 fram- kvæmdi Louis Pasteur fyrstu bólu- setninguna gegn hundaæði. Þessi sögufræga bólusetning var gerð á níu ára gömlum pilti að nafni Jos- eph Meister, en hann hafði verið bitinn af óðum hundi bæði á hönd- um og fótum. Bólusetningin bjarg- aði lífi drengsins og þegar hann varð eldri höguðu atvikin því þannig, að hann varð dyravörður við þá vísindastofnun, sem reist var til heiðurs Pasteur árið 1888, Pa- steurstofnuninni í París. Pasteur vissi að veiran sem or- sakar hundaæði sýkir heilann og mænuna. Hann tók því mænur úr kanínum sem höfðu dáið úr sjúk- dómnum og hengdi þær upp í þurru og sæfðu lofti. Á þennan hátt gat hann lamað sjúkdómskraft veir- unnar sem veldur hundaæði og að lokum búið til bóluefni. Af framansögðu er ljóst að Pa- steur renndi vísindalegum stoðum undir þá mikilvægu grein læknis- fræði sem kölluð er ónæmisfræði, auk alls annars sem áður er minnst á. Pasteur andaðist nálægt St. Cloud í Frakklandi 28. september 1895, tæplega 73 ára. Dr. Vilhjálmur G. Skiilnson lyfja- fræðingur er prófessor í lyfjaefnafræði við Háskóla íslands. Hann hefur skrif- að ýtarlegri grein um Pasteur í Mixt- úru, blað h/fjafræðinema. HEILBRIGÐISMÁL 2/1996 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.