Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 4
Tómas Jór Innlent Áhrif kjarn- orkutilrauna? I fræðsluriti um krabbamein í skjaldkirtli, sem nýlega er komið út hjá Krabbameinsfélaginu, er línurit sem sýnir að tíðni sjúkdómsins meðal kvenna hér á landi jókst mikið upp úr 1960 en minnkaði aftur um 1980. Höfundur fræðsluritsins, Jón Hrafnkelsson krabba- meinslæknir, segir að hugsanlega megi skýra þetta með áhrifum frá kjarnorkutilraunum Sov- étmanna á eyjunni No- vaja Semlja í Norður- Ishafi, þó aðrar skýringar komi einnig til greina. I kjölfar sprenginganna mældist aukin geislun hér á landi. Eftir kjarnorkuslysið í Chernobyl jókst tíðni krabbameins í skjaldkirtli í nágrenni kjarnorkuvers- ins, einkum hjá börnum. Er það rakið til geisla- virks joðs sem myndaðist við slysið og safnaðist fyrir í skjaldkirtli. Er ekki líklegt að aug- lýsingaskilti dragi at- hygli ökumanna frá hættunum í umferðinni? Varla fengjust svo marg- ir til að auglýsa á skilt- unum ef enginn liti á þau. Nú hefur borgar- stjórn Reykjavíkur sett þrengri skorður en áður giltu um uppsetningu skilta. Meðal annars er ákveðið að þau skuli vera að minnsta kosti 20 metra frá götum. Ef til vill má draga úr truflun- inni með þessu móti. Minni tjara í tóbaksreyk Allar 36 sígarettuteg- undirnar sem Afengis- og tóbaksverslun ríkisins selur uppfylla nú skilyrði Evrópusambandsins um að tjara í meginreyk hverrar sígarettu sé ekki meiri en 15 milligrömm. Þetta hámark átti að gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu frá árs- lokum 1992 en fram á þetta ár hafa hér verið til sölu sígarettur með allt að 22 milligrömmum af tjöru. í árslok 1997 verða tjörumörkin lækkuð í 12 milligrömm. í helmingi tegunda eru nú 13-15 milligrömm af tjöru, í fjórðungi eru 10- 12 milligrömm og í fjórð- ungi eru 5-9 milligrömm. Vegið meðaltal tjöru í sígarettum á íslenskum markaði er nú um 13 milligrömm, í fyrra var það 15 milligrömm, um 20 milligrömm fyrir tutt- ugu árum og sennilega um 40 milligrömm fyrir fjörutíu árum. Sést á þessu hve breytingin hef- ur verið mikil. Svo má deila um kosti þess að reykja tjörulitlar sígarett- ur í stað tjörumikilla. Þorsteinn Blöndal læknir segir líklegt að minni tjara leiði til minni hættu á lungnakrabba- meini. Hætta á lungna- þembu og hjartasjúk- dómum sé þó óbreytt. Það er því viss ávinn- ingur af því að skipta í Iéttari sígarettur, að því tilskyldu að reykingarnar séu ekki auknar frá því sem áður var. Hins vegar er lang mesti ávinn- ingurinn fólginn í því að hætta að reykja, eins og allir ættu að vita. Skjaldkirtilskrabbamein Árlegt nýgengi af 100.000 -59 -64 -69 -74 -79 -84 -89 -94 Fáir með berkla Af þeim rúmlega tólf hundruð sjúklingum sem dvöldu á sjúkrahúsinu að Reykjalundi árið 1995 komu aðeins tæp 2% þangað vegna berklaveiki eða afleiðinga hennar. Algengasta ástæðan var gigt (24%) en síðan hjarta-og æðasjúkdómar (21%) og taugasjúkdómar (14%). Þetta kemur fram í SÍBS-fréttum. Nú er hálf öld síðan vinnuheimilið að Reykja- lundi var stofnað, til end- urhæfingar fyrir berkla- sjúklinga. Götuhlaup njóta al- mennra vinsælda eins og undanfarin ár. Að sögn Sigurðar P. Sig- mundssonar Ianghlaup- ara má gera ráð fyrir að tuttugu til þrjátíu þús- und manns hafi tekið þátt í skipulögðum al- menningshlaupum í sumar. Myndin var tekin þegar áhugasamir áhorf- endur biðu eftir því að hlauparar í Reykja- víkurmaraþoninu kæmu í mark. 4 HEILBRIGÐISMÁL 2/1996 Lmí .. f

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.