Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 14
Jóhannes Long
áhrif lækna sem heilbrigðisstéttar
eru mjög mikil hvað varðar al-
menna heilbrigðisráðgjöf til ein-
staklinga, fjölskyldna og samfélags-
ins í heild.
Mikið er hlustað á lækna og eftir
því tekið sem þeir segja og gera.
Þekkt er að viðtal læknis og sjúkl-
ings er áhrifamesta einstaka með-
ferðin til þess að fá fólk til að hætta
reykingum.
Læknar eða aðrir heilbrigðis-
starfsmenn sem reykja senda um-
hverfi sínu skilaboð sem geta grafið
undan og eyðilagt varnarstarf
fjölda annarra. Því miður tíðkast
þetta enn, þrátt fyrir boð og bönn.
Margar rannsóknir hafa sýnt að
sjúklingur sem nýtur aðstoðar
læknis við að hætta að reykja, jafn-
vel með tiltölulega einfaldri ráð-
gjöf, er líklegri til þess að ná ár-
angri heldur en sá sem ekki nýtur
slíkrar aðstoðar.
Heilsugæslulæknar, hjúkrunar-
fræðingar og annað heilbrigðis-
starfsfólk á að nota þau færi sem
gefast til þess að ráðleggja ungu
fólki að byrja ekki reykingar og
þeim eldri að hætta reykingum og
veita þeim stuðning til þessa.
Lýsingar á hættu af óbeinum
reykingum eru oft áhrifamikil
skilaboð til reykingamanna sem
eiga börn. Um leið getur læknir
skýrt fyrir foreldri að fátt dragi
meira úr líkum þess að barn hans
verði reykingamaður en að foreldr-
ið hætti sjálft. Afstaða foreldra til
reykinga skiptir verulega miklu
máli. Þegar síðan kemur að ungl-
ingum eða ungu fólki er oft áhrifa-
ríkt að ræða um skaðsemi á húð,
hæfileika til íþrótta, kostnað við
reykingar o.fl. Læknar geta notað
viðtal við hvern einasta einstakling
eldri en tíu ára, til þess að koma
því á framfæri að tóbaksneysla er
fíkn, heilsuspillandi og fáránleg í
alla staði.
í samfélaginu hafa læknar einnig
mikil áhrif og hlutverk þeirra er
mikilvægt. Þeirra er að hafa áhrif á
verslunareigendur, sveitarstjórnir
og löggjafa til þess að vinna fyrir-
byggjandi þáttum fylgi í samfélag-
inu.
Helmingur deyr
I raun þarf ekki meiri rannsóknir
á skaðsemi reykinga, við vitum
nóg! Við vitum um þann mikla og
margþætta skaða sem tóbaksneysla
veldur. Reykingar eru orsakaþáttur
og áhættuþáttur sem fyrir löngu er
öllum kunnur sem vilja vita. Vægi
hans er mikið og jafnast á við sam-
anlagða hættu af hækkun á blóð-
fitu, hækkuðum blóðþrýstingi og
offitu.
Til fyrirmyndar er að sjúkrahúsin
eru orðin reyklaus svo og allar
heilsugæslustöðvar. En betur má ef
duga skal. Fáir vita betur en læknar
hvað tóbaksneysla gerir fólki. Þeir
hafa þekkingu á sársauka, örkuml-
um og ótímabærum dauðsföllum
sem að minnsta kosti helmingur
reykingamanna lendir í. Það er þó
mikilvægast af öllu að þeir eru í
stöðu eða hafa hlutverk sem getur
skipt máli.
Þá fyrst þegar læknar og samtök
þeirra, sem og annað heilbrigðis-
starfsfólk, vinna af einurð að því að
draga úr tóbaksnotkun verður því
trúað að samtök þessara stétta hafi
áhuga á öðru en eigin hagsmunum.
Heilbrigðisstarfsfólk er með
þekkinguna á skaðsemi tóbaks,
kann ýmsar góðar aðferðir til varn-
ar, ér í góðri aðstöðu til að nota
þekkinguna en beitir sér of lítið.
Þekking þessi hefur ekki enn náð
að verða hagsmunaöflum markað-
arins yfirsterkari. Svo virðist sem
frekar slátri menn breskum naut-
gripum í milljónatali en að taka af
skynsemi á sannarlega miklu
hættulegri orsakavaldi heilsutjóns
og dauða.
Ef tóbak dræpi húsdýr væri
löngu búið að útrýma því. Hins
vegar virðist í lagi að það felli hús-
bændurna.
Sveinn Magnússon læknir er sér-
fræðingur í heimilislækningum. Hann
starfar á Heilsugæslunni í Garðabæ og
cr héraðslæknir Reykjaness. Áður hafa
birst greinar í Heilbrigðismálum eftir
Svein um reykingar kvenna (1/1986) og
um bætt heilsufar barna og unglinga
(4/1992).
Síðustu ár hafa að meðaltali greinst 105 ný tilfelli á ári af lungna-
krabbameini og 96 hafa dáið úr sjúkdómnum. Þetta er um tvöfalt
það sem var fyrir fimmtán árum og fimmföldun frá því fyrir þrjátíu
árum. Skipting milli karla og kvenna er orðin nokkuð jöfn en áður
voru karlar fleiri en konur.
Helmingur þeirra sem deyja úr lungnakrabbameini er sjötíu ára
eða yngri og þeir yngstu á fertugsaldri. Allt fram undir sjötugt
deyja fleiri konur en karlar, en dánartíðni kvenna úr lungnakrabba-1
meini er óvíða hærri en hér á landi.
Aðeins um tíundi hver sjúklingur sem greinist með lungna-
krabbamein getur vænst þess að lifa í fimm ár eða lengur.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að um 90% af krabbameini í lung-
rekja til reykinga. Samkvæmt því má áætla að á árunum
til 1994 hafi um 1000 íslendingar látist úr lungnakrabba-
meini af völdum reykinga. -jr.
Nær hundrað dauðsföll á ári
úr lungnakrabbameini
14 HEILBRIGÐISMÁL 2/1996