Heilbrigðismál - 01.03.1997, Síða 11

Heilbrigðismál - 01.03.1997, Síða 11
Af lífi og sál Niels Dungal - aldarminning Niels Haraldur Pálsson Dungal fæddist á ísafirði 14. júní 1897. Hann lauk kandidatsprófi frá læknadeild Há- skóla íslands árið 1921 og var við framhaldsnám í Ber- gen, Berlín, Breslau, Graz og Kaupmannahöfn. Niels var skipaður dósent við læknadeild Háskóla íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans í meina- og sýklafræði 1. október 1926 og skipaður prófessor 1. október 1932 í sjúkdómafræði og réttarlæknisfræði og gegndi því starfi þar til hann lést 29. október 1965, eftir tæplega fjörutíu ára gifturíkt brautryðjandastarf. Hann gegndi ýmsum forystustörfum fyrir íslenska læknastétt og heilbrigðisyfirvöld. Hann var fyrsti formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur, sem var fyrsta krabba- meinsfélagið hér á landi, og hann var formaður Krabbameinsfélags íslands frá stofnun þess, 1951, til æviloka. Niels Dungal var fjölgáfaður, hugmyndaríkur og framkvæmdasamur og lét yfirleitt ekki sitja við orðin tóm. Ahugi hans á læknisfræði, öðrum vísindagrein- um, bókmenntum og listum var nánast ótakmarkaður. Þórarinn heitinn Guðnason læknir lýsti þessu vel í minningarorðum sem hann skrifaði að Nielsi látnum: „Hann bar ótakmarkaða virðingu fyrir vísindalegri hugsun og vinnubrögðum og fyrirleit af heitu hjarta allt kukl og hindurvitni. Ég hef fáa menn þekkt sem áttu jafn brotalausa lífsskoðun, enda var hún honum sá eldstólpi sem vísaði veginn á hverju sem gekk." Niels hóf starfsferil sinn sem almennur læknir og alla tíð síðan hafði hann mikinn skilning á þörfum fólks fyrir læknishjálp og heilsuvernd. Hann fékkst í upphafi við bólusetningar og aðrar varnir gegn barna- sjúkdómunum mislingum, kíghósta og barnaveiki, skrifaði kennslubók um ónæmisfræði og annaðist læknisþjónustu við ofnæmissjúklinga. Sem vel mennt- aður sýklafræðingur stóð hann fyrir því, öðrum frem- ur, að taugaveiki og barnaveiki var útrýmt á íslandi og átti mikinn þátt í að berklaveikin dvinaði. í upphafi hafa vandamál á sviði sýkinga verið höf- uðviðfangsefni Nielsar Dungal. Síðar mun hann hafa snúið sér meira að meinagreiningu og þá sérstaklega greiningu krabbameina sem á seinni hluta starfsævi hans varð að hans höfuðviðfangsefni og að eldlegu áhugasviði. Á sviði réttarlæknisfræði snerust verkefni Nielsar að mestu um réttarkrufningar og blóðrannsóknir í barns- faðernismálum. Blóðrannsóknir og blóðflokkanir voru hluti af menntun hans og starfi. Eftir Niels liggja tugir vísindalegra tímaritagreina. Hann flutti fyrirlestra um rannsóknir sínar á fjölda læknaþinga. Kennsla Nielsar í læknadeild er ógleymanleg þeim sem hennar nutu. Hann var kennari af guðs náð og þess gætti alla tíð. Um þetta skrifaði Tómas Helgason prófessor í eftirmælum: „Kennsla hans var ætíð lifandi og litrík. Honum var sérstaklega lagið að vekja áhuga stúdentanna og setja mál sitt fram á eftirminnilegan hátt. í flestum tímum talaði hann sig upp í hita sem jafnan hreif stúdentana með." Dungal var Háskólarektor 1936-1939. Þetta var á byggingarárum skólans og hefur vafalítið mætt mikið á rektorsembættinu. Niels Dungal stóð fyrir kaupum Háskólans á íshúsi við Tjörnina og lét byggja þar Tjarnarbíó. Þetta gerði hann til þess að afla skólanum tekna. Ekki verður rætt né ritað um lækningar og læknavís- indi þessarar aldar á íslandi án þess að nafn Nielsar Dungal beri þar einna hæst. Jónas Hallgrímsson, prófcssor. Niels Dungal var fjölgáfaður, hugmyndaríkur og framkvæmda- samur og lét yfirleitt ekki sitja við orðin tóm. „Honum var sérstaklega lagið að vekja áhuga stúdentanna og setja mál sitt fram á eftir- minnilegan hátt." HEILBRIGÐISMÁL 1/1997 11

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.