Heilbrigðismál - 01.03.1997, Síða 13
blóði en þau eru talinn viss mæli-
kvarði á áfengisneyslu. Virðast
augu Dana vera að opnast fyrir
mikilli áfengis- og tóbaksneyslu
þjóðarinnar, nokkuð sem nágranna-
þjóðum hefur þótt augljóst um all-
langt skeið.
Svíar sögðu frá skemmtilegri at-
hugun á því hvernig læknar skynj-
aðu eigin líkama og heilsu. Þegar
sjúklingar streyma stöðugt til
lækna með ýmis einkenni og kvart-
anir komast læknar ekki hjá því að
skynjun á líkama og einkennum
breytist eða þróast. Þetta hefur
áhrif á afstöðu læknisins til hinna
daglegu verkefna sem hann verður
að leysa, og þar með áhrif á viðmót
hans til sjúklinga. í ljós kom að
læknar skynja eigin líkama á mis-
munandi hátt. Rannsóknin heldur
áfram og mun þá beinast að því að
kanna hvort munur sé á meðferðar-
úrræðum hjá þessum mismunandi
hópum lækna.
Bjarni Jónasson læknir í Garðabæ
kom með óvenjulega kynningu á
vinnudegi heimilislæknisins. Hann
ræddi um spaugsemina í heimilis-
lækningum, greindi frá mikilvægi
þess að átta sig á henni í gráma
hversdagsleikans og notaði til þess
ýmsar spaugilegar myndir af
þekktum teiknuðum persónuleik-
um. Þótt erindið teldist ekki til vís-
indalega hluta þingsins komust
færri að en vildu og vakti umfjöll-
unin mikla athygli.
Háskólinn og heilsugæslan í
Turku í Finnlandi hafa gert athygl-
isverða athugun á sambandi fjár-
hagsstööu og höfuðverkjar. í ljós kom
að endurtekinn höfuðverkur var
mun algengari hjá konum (9%) en
körlum (4%). Höfuðverkur í eldri
aldurshópum var algengari en hjá
þeim yngri. Höfundarnir fundu
greinilegt samband milli bágrar
fjárhagslegrar stöðu sjúklinga og
höfuðverkja, án þess að geta fullyrt
hvað var orsök og hvað afleiðing.
Frá heimilislækningadeild há-
skólans í Osló var kynnt rannsókn
á afdrifum um hundrað manna sem
urðu atvinnulausir árið 1987 þegar
skipasmíðastöð í norskum bæ var
lokað. Þetta leiddi til þess að marg-
ir voru skráðir sem öryrkjar. Kom í
ljós að heilsufar þeirra 82 sem enn
voru lifandi af 97 sem fóru á ör-
orkubætur var gott og þeir voru
ánægðir með stöðu sína. Margir
hefðu án efa getað haldið áfram í
vinnu, hefði hún boðist. Fyrstu árin
reyndust erfið, einkum hjá þeim
yngri. Norskar reglur um örorku
hafa nú verið hertar og töldu höf-
undar líklegt að fjórðungur hópsins
hefði ekki fengið örorkuumsóknir
sínar samþykktar nú.
Margir fyrirlestrar fjölluðu um
sýkingar og notkun sýklalyfja. Hefur
greinilega verið lögð mjög rík
áhersla á þetta vandamál alls staðar
á Norðurlöndunum. Notkun sýkla-
lyfja hefur skapað fleiri vandamál
en hægt var að sjá fyrir í byrjun,
þótt gagnsemi þeirra sé ótvíræð í
réttum tilvikum. Aukin tíðni
ónæmra sýkla hefur haft áhrif á
þessa umræðu. Voru kynntar marg-
ar rannsóknir sem miðuðu að
bættri greiningu og meðferð sýk-
inga, sem alls staðar er stór hluti
vinnu heimilislækna.
Á tíu málþingum var fjallað um
hin fjölbreytilegustu málefni, rann-
sóknir á aðferðafræði, sýkingar,
gæðarannsóknir, viðhaldsmenntun
og fleira. Mikla athygli vakti mál-
þing um fjarlækningar þar sem ís-
lenskir læknar tóku mikinn þátt.
Var sýnt á tjaldi um leið og læknir á
sviðinu leiðbeindi um skoðun á
nefkoki sjúklings á læknastofu í
Skövde í Svíþjóð. Telja margir að
fjarlækningar eigi eftir að skipa
stóran sess í heilbrigðisþjónustu,
einkum í dreifbýli. Á þetta ekki síst
við um ísland. Ljóst er þó að fjar-
lækningar leysa ekki nema lítinn
hluta vanda heilbrigðisþjónustu.
Þingið þótti takast vel þrátt fyrir
mikinn fjölda þátttakenda, enda lék
veður við gesti allan tímann. Sam-
komur af þessum toga eru mjög
mikilvægar í öllum fræðigreinum,
þær eru hvati til vísindavinnu og
nauðsynlegur vettvangur til að
koma henni á framfæri. Þingin efla
innra starf greinarinnar í viðkom-
andi landi, undirbúningsvinna tek-
ur mörg ár og virkjar stóran hóp
manna. Þau eru nauðsynlegur þátt-
ur í eðlilegri framþróun fræði-
greina og sjúklingum því til mikilla
hagsbóta þegar á heildina er litið.
Sveinn Magnússon er heilsugæslu-
læknir í Garðabæ og héraðslæknir
Reykjaneslæknishéraðs. Hann var rit-
ari þings heimilislækna.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1997 13