Heilbrigðismál - 01.03.1997, Page 18

Heilbrigðismál - 01.03.1997, Page 18
Á einhver að hafa forgang? Grein eftir Vilhjálm Árnason Framfarirnar í heilbrigðisþjónustunni virðast hafa ýtt heilbrigðiskerfinu fjárhags- lega út á ystu nöf. Það er orðið hægt að gera mun fleira en við erum reiðubúin að greiða fyrir. Lausnarorðið er forgangsröðun. I orðinu felst að leysa megi vanda heil- brigðiskerfisins með því að raða verkefn- um þess í skipulega röð. Ég er sannfærður um að forgangsröðun hefur engan slíkan töframátt og raunar held ég að í þessu hug- taki felist varhugaverður hugsunarháttur. Mér detta í hug þrjár ástæður til þess að hafa áhyggjur af forgangsröðun. í fyrsta lagi virðist það felast í hugmynd- inni um forgangsröðun að sumir sjúklingar muni eiga greiðari aðgang að meðferð en aðrir. Það virðist við fyrstu sýn vera eðlilegt og skynsamlegt. Þannig sé sjálfsagt að láta meðferð á lífshættulegum sjúkdómum á borð við bráða hjartabilun ganga fyrir með- ferð langvinnra sjúkdóma eins og gigt eða bakveiki sem krefjast ekki aðgerðar þegar í stað. Vandinn er hins vegar í því fólginn að í umræðu um forgangsröðun er oft gefið í skyn að þeir sjúklingahópar sem lenda aft- ast í forgangsröðinni eigi alls enga meðferð að fá. Þetta viðhorf hefur valdið ótta hjá al- menningi, einkum hjá hópum sem telja sig standa höllum fæti í samfélaginu, svo sem í umræðu um forgangsröðun er oft gefið í skyn að þeir sjúklingahópar sem lenda aft- ast í forgangs- röðinni eigi alls enga meðferð að fá og að að- gengi manna að heilbrigðis- þjónustunni verði sett upp í eina allsherjar biðröð. öldruðum og fötluðum. Þótt flest rök hnígi að því að þessi ótti sé að mestu ástæðulaus, þá er það mikilvægt markmið að haga um- ræðunni þannig að þegnum samfélagsins standi ekki ógn af. Þetta bendir til þess að sjálf raðarhug- myndin sé villandi. Hin línulega hugsun gefur í skyn að aðgengi manna að heil- brigðisþjónustunni verði sett upp í eina allsherjar biðröð. Sumir muni fá gæðaþjón- ustu þegar í stað, aðrir þurfi að bíða mis- lengi í röðinni og enn aðrir munu aldrei ná í hús. Fyrir utan það að gefa algjörlega ranga mynd af þvf verkefni sem fram- kvæma þarf, þá felur þessi hugmynd í sér slæmar viðmiðanir fyrir heilbrigðisstefnu yfirleitt. Hún elur á þeirri ríkjandi hugsun að þau bráðatilfelli sem liggja vel við tæknilegri heilbrigðisþjónustu eigi að hafa skilyrðislausan forgang miðað við bæði heilsuvernd og þjónustu við þá sem þarfn- ast einkum umönnunar og endurhæfingar. Þetta er bæði óskynsamlegt og óréttlátt. Það þarf að sinna þessum verkefnum í skipulegu mynstri með skynsamlegum áherslum, en ekki að raða þeim í línulega röð. I öðru lagi kann forgangsraðarhugsunin að beina sjónum okkar frá vandamálum sem Forgangsröðun snertir alla Á aðalfundi Læknafélags ís- lands fyrir tveim árum var sam- þykkt að skipa nefnd til að fjalla um forgangsröðun í heilbrigðis- þjónustu. Nefndin hefur nýlega skilað ítarlegu áliti. í lokaorðum skýrslu hennar segir: „Forgangsröðun í heilbrigðis- kerfinu snertir alla landsmenn. Allir geta tekið þátt í umræðu um forgangsröðun en ákvarðanir eru á hendi stjórnmálamanna og heilbrigðisstarfsfólks. Miklu skiptir að samvinna þessara að- ila sé góð og trúnaður ríki milli þeirra. Þess vegna þarf að vera samstaða um hlutverk og ábyrgð þeirra sem stýra forgangsröðun. Umræðu um forgangsröðun lýk- ur aldrei þar sem forsendur breytast vegna nýrrar þekkingar, nýrra meðferðarmöguleika og tækninýjunga." Nefndin leggur áherslu á sex- tán atriði. Þar er meðal annars að finna eftirfarandi tillögur: • Siðferðilegar forsendur verði hafðar að leiðarljósi. • Stjórnvöld setji fram mark- vissa heilbrigðisáætlun með mælanlegum markmiðum. • Heilbrigðisyfirvöld hlutist til um að fram fari fræðsla um eðli forgangsröðunar og könnun á skoðunum almennings á aðferð- um við forgangsröðun. • Hvert stig heilbrigðiskerfisins og tilfærsla sjúklinga innan þess verði skilgreint með tilliti til hlutverks og skilvirkni. • Lokið verði við uppbyggingu frumheilsugæslu fyrir alla lands- menn. • Skilgreina þarf ábyrgðarsvið heilbrigðisstétta. • Áherslu ber að leggja á góða samvinnu milli sjúkrahúsa svo nýta megi á sem hagkvæmastan hátt tæki, vaktviðbúnað og aðra þjónustu. Hið sama gildir um aðrar heilbrigðisstofnanir. 18 HEILBRIGÐISMÁL 1/1997

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.