Heilbrigðismál - 01.03.1997, Side 20

Heilbrigðismál - 01.03.1997, Side 20
sig skapað skilyrði fyrir heilsuvernd með því að draga úr atvinnuleysi, minnka slysatíðni og upplýsa þegnana. Þetta sýnir hve erfitt getur verið að eyrnamerkja sér- staklega þá fjármuni sem nýtast til heil- brigðismála. Einn mikilvægasti þáttur heil- brigðisstefnu eru forvarnir og þær verða ekki skipulagðar af skynsemi nema heild- stætt mið sé tekið af sem flestum þáttum samfélagsins. Segja má að hæpinn ávinn- ingur gæti orðið af því fyrir heilbrigði þjóðarinnar ef framlög til heilbrigðismála væru aukin á kostnað menntamála, svo dæmi sé tekið, því fólk er færara um að taka ábyrgð á eigin heilsu eftir því sem það er betur menntað. Lög um réttindi sjúklinga hafa nýlega öðlast gildi. Þar er staðfestur réttur lands- manna til fullkomnustu heilbrigðisþjón- ustu sem tök eru á að veita á hverjum tíma. Til að þessi réttur verði raunverulegur er ljóst að hætta verður þeim handahófs- kenndu niðurskurðaraðgerðum sem beitt hefur verið á undanförnum misserum. Samt sem áður er afar brýnt að setja heil- brigðisþjónustu skynsamleg mörk því fjár- magn er takmarkað og það ber að nýta eins vel og mögulegt er. í þeirri stöðu sem skap- ast hefur, þar sem eftirspurn eftir þjónustu er meiri en framboð á henni, er allra mikil- vægast að tryggja sanngjarna dreifingu Afar brýnt er að setja heilbrigð- isþjónustu skynsamleg mörk því fjár- magn er tak- markað og það ber að nýta eins vel og mögulegt er. Gön g udeildjyrir psoriasissjúklinga Býóur upp á: • Afnot af sérstakri meSferðarlaug og aðstöðu. • Slökun i notalegu umhverfi. • Hinn einstaka Bláa Lóns kísil og rakakrem. • UVB Ijós og UVB Ijósagreiðu. • Eftirlit hjúkrunarjrœðinga og húðlœkna. takmarkaðra gæða heilbrigðisþjónustunn- ar. Það verður ekki gert með því að raða einstökum verkefnum í forgangsröð, held- ur með því að endurskipuleggja heilbrigð- iskerfið og kortleggja þau áherslusvæði sem hún á einkum að sinna. Það kann að fela það í sér meðal annars að greina verði á milli heilbrigðisþjónustu sem greitt er fyrir af almannafé og þjónustu sem ein- staklingar greiði að mestu fyrir sjálfir. En allar slíkar ákvarðanir verða að lúta sið- fræðilegum og faglegum viðmiðunum og þær þarf að ræða vel meðal almennings. í ljósi þessara atriða legg ég til að í þeirri umræðu sem nauðsynlegt er að fari fram um úrbætur á vanda heilbrigðisþjónust- unnar verði fremur talað um heilbrigðis- stefnu en forgangsröðun. Og þetta er ekki bara spurning um orðalag og hugsunar- hátt, því takist okkur að móta skynsamlega heilbrigðisstefnu getum við komist hjá mörgum þeim óheillavænlegu ákvörðun- um sem forgangsröðun gæti falið í sér. Vilhjálmur Árnason heimspekingur, Ph. D., er dósent í heimspeki við Háskóla íslands. Áður hafa birst greinar eftir hann í Heilbrigðismál- um um kostnað við heilbrigðisþjónustu (1/ 1993), frelsi einstaklinga (2/1993), hamingju (2/1995), upplýsta sjúklinga (1/1996) og heil- brigði (2/1996). Húðverndarvörur • Kísileója • Baðsölt • Rakakrem Hreinsa, afhreistra, mýkja og nœra húðina. Fást í apótekum og heilsubúðum um allt land. BLUE LAGOO 4- fj Muniá áœtlanajeróir úr Keykjavík V e r i ó velkomin • B I á a L ó n i ð hf. • S í m i 42 6 8 800. • F a x 4 2 6 8 8 8 8. 20 HEILBRIGÐISMÁL 1/1997

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.