Heilbrigðismál - 01.03.1997, Side 25
Stofnfrumuígræðsla
Vaxandi þáttur í krabbameinsmeðferð
Grein eftir Sigrúnu Reykdal
Markmið krabbameinsmeðferðar
er að eyða illkynja frumum og
koma í veg fyrir að þær vaxi á ný.
Það er háð mörgum þáttum hversu
vel tekst til, meðal annars næmi
frumanna og skammti krabba-
meinslyfja og geislameðferðar. í
mörgum tilvikum verður að tak-
marka skammtastærð vegna nei-
kvæðra áhrifa á blóðmyndun. Því
er oft ókleift að gefa hámarks-
skammta vegna aukaverkana sem
því fylgja, svo sem blæðinga og sýk-
inga. Þetta vandamál má leysa með
ígræðslu stofnfruma (stem cells) í
kjölfar krabbameinsmeðferðar.
Blóð myndast í beinmerg frá því
seint á fósturskeiði og öll blóðkorn
eru upprunnin frá ósérhæfðum
stofnfrumum. Af þessum stofn-
frumum myndast sérhæfðar frum-
ur sem enda í blóðrásinni sem rauð
blóðkorn, blóðflögur og mismun-
andi tegundir hvítra blóðkorna.
Þetta er afkastamikið kerfi. Sem
dæmi má nefna að áætlað hefur
verið að ein stofnfruma geti gefið af
sér 10 billjón frumur.
Beinmergur var fyrst notaður við
meðferð á blóðleysi skömmu fyrir
síðustu aldamót, hann var þá gefinn
til inntöku og kom ekki að miklu
gagni! Upp úr 1960 fór ígræðsla
stofnfruma (einkum mergskipti) að
verða viðurkennd í lækningum, en
á síðustu áratugum hafa orðið
miklar framfarir á þessu sviði.
Tvö form ígræðslu
Hlutverk stofnfrumuígræðslu er
aðallega þríþætt:
• Bæta upp skort á blóðkornum og
eitilfrumum, t.d. við mergbilun
(aplastic anemia) og ónæmisbilun
sem nefnist SCID (severe combined
immunodeficiency).
• Vernda gegn aukaverkunum af
háskammta krabbameinslyfjameð-
ferð, t.d. í meðferð eitilfrumu-
krabbameins, hvítblæðis og brjósta-
krabbameins.
• Gera mögulegt að unnið sé á
sjúklegri blóðmyndun og hún
byggð upp á ný með eðlilegum
stofnfrumum, t.d. í sigðfrumu blóð-
leysi (sickle cell anemia).
Um er að ræða tvö meginform
ígræðslu, annars vegar autologous-
ígræðslu þar sem stofnfrumur eru
teknar frá sjúklingnum sjálfum.
Þessi meðferð er oft kölluð há-
skammta hjfjameðferð með stofnfrwn-
uígræðslu eða stofnfrumustuðningi. 1
þessu tilviki er því ekki um skipti á
stofnfrumum að ræða, öfugt við all-
Beinmergur. Á myndinni sjást ým-
is þroskastig hvítra blóðkoma.
-------------------------------
4
ogeneic-ígræðslu eða beinmergskipti
þar sem stofnfrumugjafinn er
venjulega systkini sjúklingsins úr
sambærilegum vefjaflokki. Hlut-
verk allogeneic-ígræslu er marg-
þætt og lýtur að öllum þremur
þáttunum hér að ofan, en megin-
hlutverk autologous-ígræðslu snýr
að verndun gegn aukaverkunum af
háskammta krabbameinslyfjameð-
ferð. Autologous-ígræðsla hefur
gert kleift að gefa mun hærri
skammta af krabbameinslyfjum en
væri mögulegt án stuðnings af
stofnfrumum sjúklingsins. I þessari
grein er fyrst og fremst fjallað um
fyrra meðferðarformið, sem hér er
kallað háskammta lyfjameðferð
með stofnfrumuígræðslu.
Mikil fjölgun
Síðasta áratuginn hefur stofn-
frumuígræðslum fjölgað mikið í
Bandaríkjunum og er háskammta
lyfjameðferð orðin algengari en
mergskiptin. Þess ber að geta að
aðeins þriðjungur þeirra sem gætu
farið í mergskipti, eru svo heppnir
að viðeigandi stofnfrumugjafi
finnst. Það hefur verið áætlað út frá
bandarískum skrám að fjöldi
ígræðslna í heiminum árið 1995 hafi
verið um 30.000, þar af hafi um
18.000 gengist undir háskammta
lyfjameðferð með stofnfrumu-
ígræðslu.
Á síðustu árum hafa orðið miklar
breytingar á framkvæmd stofn-
frumuígræðslu. Áður var stofnfr-
umum eingöngu safnað úr bein-
rnerg en upp úr 1985 hefur notkun
stofnfruma úr blóði farið hratt vax-
andi. Þessi þróun á fyrst og fremst
við um háskammta lyfjameðferð.
Söfnun stofnfruma úr blóði hefur
ýmsa kosti fram yfir notkun bein-
mergs, t.d. er venjulega hægt að
safna fleiri stofnfrumum og flýtir
það fyrir því að blóðmyndun hefjist
HEILBRIGÐISMÁL 1/1997 25