Heilbrigðismál - 01.03.1997, Side 29

Heilbrigðismál - 01.03.1997, Side 29
Hér er þvingað og óviðeigandi að tala um lán í óláni. Bæði er að bílstjórinn sér ekki í þessu óhappi möguleika á ennþá stærra óláni (sú er a.m.k. ekki huggun hans) og eins hitt að lánið (að hafa ekki far- ist með þessari flugvél) er annað og meira en sárabót: Það yfirgnæfir óhappið. Freist- andi er því að segja hér að ólán hafi orðið að láni. Sú freisting skýrist ef til vill af því að bílslysið virðist nauðsynlegt skilyrði þess að stærra óhappið (bílstjórinn ferst í flugslysi) hafi ekki átt sér stað. „Ef það væri ekki fyrir bílslysið", kynni bílstjórinn að hugsa, „væri ég dauður núna." Hér er ástæðulaust að segja að bíl- stjórirm sé að sleikja sárin, beina athyglinni frá hinu raunverulega óhappi. Hins vegar fullnægir dæmið ekki forsendu minni því að bílstjórinn myndi sennilega óska sér þess, eftir að ró væri aftur kominn yfir huga hans, að hvorugt óhappið hefði átt sér stað. Best væri að sleppa undan þeim báðum þótt af tvennu illu væri bílslysið vissulega skárri kosturinn. Nú gæti atburðarásin í þessari slysasögu auðvitað verið flóknari og snúnari og farið um leið nær raunveruleikanum. Dæmi 3. Bílstjóri okkar er skuldum hlaðinn, á stfelldum þeytingi milli lánastofnana og greiðslukortafyrirtækja. Hann getur ekki verið kyrr eitt augnablik, kann hvorki að vera einn með sjálfum sér né innan um aðra. Þótt honum líði aldrei vel, nær hann endrum og eins að gleyma áhyggjum sínum. Hann stórslasast í óhappinu, liggur marga mánuði á spítala og þarf að vera lengi í endurhæfingu. Nokkrum árum síðar, þegar hann lítur yfir farinn veg, fagnar hann slysinu, segir hverjum sem Iwyra vill að það Itafi breytt lífi sínu, hann hafi lært að meta hið óbrotna og hversdagslega. Hvað segjum við um þessa rás atburða? Er hún dæmi um að ólán verði að láni? Hún er ólík flugslysadæminu að ýmsu leyti. Ávinningurinn af óhappinu er já- kvæður (bílstjórinn öðlast ákveðin gæði) en ekki bara neikvæður (að sleppa undan ennþá stærra óhappi) - og hann kemur hægt og bítandi í ljós en ekki í einni svipan líkt og í flugslysadæminu. Ávinningurinn er að sama skapi varanlegur. Þá má nefna að tengslin milli ólánsins og lánsins í þessu dæmi virðast annað og meira en tóm hend- ing. Við getum borið þessa slysasögu saman við aðra þar sem þolendurnir í bílslysinu felldu hugi saman og úr yrði hamingju- samt hjónaband. Hér virðast lán og ólán tengjast af hendingu; enda ekkert við slysið sem slíkt er bendir til hamingjuríks hjóna- bands. Vart er til það óhapp sem menn geta ekki gert léttbærara með því að sjá í því möguleika á ennþá stærra óláni sem hefði getað orðið en varð ekki. Sá er ekki líklegur að eiga allt sitt undir láni og óláni, sem kann að snúa óláni í lán; er alæta, gjörnýtinn á hvaðeina sem gæfan sendir eða endursendir honum. Loks má nefna að ávinningurinn í dæmi þrjú er bílstjóranum sjálfum að þakka, að minnsta kosti að verulegu leyti. Svipað óhapp kynni að reynast öðrum botnlaus og mannskemmandi uppspretta þjáningar og pínu. Öll þessi atriði gera að verkum að þetta dæmi fer nær en fyrri dæmin að full- nægja þeirri forsendu sem nefnd var hér að framan og að ólán hafi því orðið að láni. Erfitt er að meta hvort það fullnægi því skilyrði. Má ekki ennþá segja að best væri fyrir bflstjórann að fá eftirtekjur bílslysins (hinn nýja lífsskilning og lífsmáta) án þess að lenda í bílslysinu? Hefði ekki verið best fyrir hann að fá beikonið án þess að þurfa að naga það úr slysagildrunni? Eða er það einmitt vegna slysagildrunnar sem það bragðast svona vel? Skólapiltar og baslhagmennið Margir kannast við eftirfarandi frásögn Stephans G. Stephanssonar frá uppvaxtar- árum hans í Skagafirði: „[Ejitt haust var ég úti staddur í rosaveðri. Sá 3 menn ríða upp Vatnsskarð frá Arnarstapa. Vissi, að voru skólapiltar á suðurleið, þar á meðal Indriði Einarsson, kunningi minn og sveitungi, sitt fyrsta ár til skóla. Mig greip raun, ekki öf- und. Fór að kjökra. Þaut út í þúfur, lagðist niður í laut." Halldór Laxness segist aldrei hafa getað skilið vonbrigði Stephans, svo leiðinlegt hafi honum sjálfum þótt á skólabekk. Ekki virðist Stephan heldur hafa brynnt músum HEILBRIGÐISMÁL 1/1997 29

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.