Heilbrigðismál - 01.03.1997, Page 33

Heilbrigðismál - 01.03.1997, Page 33
Jóhannes Long Reykingavenjur Evrópubúa: Staða íslenskra karla er nokkuð góð en konur mega taka sig verulega á Sú var tíðin að í sumum löndum Evrópu reyktu 80-90% fullorðinna karla. Ástandið hefur batnað mikið, þó að enn finnist lönd þar sem meira en annar hver karl reykir. Ný samantekt á vegum Evrópu- sambandsins leiðir í ljós að dregið hefur úr reykingum í flestum lönd- um sambandsins á síðustu tveim áratugum, meira þó hjá körlum en konum. Minnst breyting hefur orð- ið þar sem litlar skorður hafa verið settar við reykingum á opinberum stöðum. Þá hefur verðlag einnig áhrif, svo og aðrar ráðstafanir til að draga úr reykingum. Nú er talið að ár hvert látist um þrjár milljónir jarðarbúa af völdum reykinga (sex á hverri mínútu) og að sú tala verði komin í tíu millj- ónir á ári eftir aldarfjórðung. Meðfylgjandi tafla um daglegar reykingar í Evrópulöndum er eink- um byggð á upplýsingum frá Evr- ópusambandinu og Alþjóða heil- brigðisstofnuninni. Þar sést að staða íslenskra karla er nokkuð góð, um 28% þeirra reykja. Hlut- fallslega færri reykingamenn eru einungis í Svíþjóð, 22%, en þar við bætist að um 17% sænskra karla nota reyklaust tóbak (snus). Að teknu tilliti til þess má segja að færri íslenskir karlar noti tóbak heldur en aðrir evrópskir karlar. Því miður er ekki hægt að segja það sama um konurnar. íslenskar konur hafa verið í hópi þeirra evr- ópsku kvenna sem reykja mest, þó dregið hafi úr reykingum þeirra síðustu ár. Evrópumetið eiga danskar konur, 39% þeirra reykja daglega, en síðan koma nokkrar þjóðir þar sem um 30% kvenna reykja. Samkvæmt nýjustu tölum eru íslenskar konur í 8.-11. sæti af 31 þjóð í Evrópu (á sama tíma og karl- arnir eru í 29.-30. sæti). Miklar reykingar íslenskra kvenna undan- farna áratugi skipa þeim á bekk með þeim þjóðum þar sem dánar- tíðni kvenna úr lungnakrabbameini er hvað hæst í heiminum. Samfelldar kannanir Hagvangs fyrir Tóbaksvarnanefnd sýna að hlutfall karla sem reykja daglega hefur minnkað úr 43% árið 1985 (18-69 ára) niður í 28% árið 1996 (15- 89 ára), sem er ein mesta breytingin í Evrópu. Á sama tíma lækkaði hlutfall kvenna úr 37% í 27%. Dreg- ið hefur úr reykingum í öllum ald- urshópum, einnig þeim yngstu. Þessi evrópski samanburður beinir athyglinni einkum að stöðu íslenskra kvenna. Ábyrgð þeirra er mikil, ekki síst varðandi reyking- ar á meðgöngu og í návist ung- barna. Þar þarf að blása til nýrrar sóknar. Reykingar í Evrópulöndum Hundraðshlutfall fullorðinna sem reykja daglega Karlar Lettland (1993) ...... 67% Tyrkland (1988) ...... 63% Eistland (1994) ..... 52% Litháen (1992) ....... 52% Pólland (1993)........ 51% Albanía (1990) ....... 50% Búlgaría (1989) ..... 49% Spánn (1993) ......... 48% Grikkland (1994) ..... 46% Danmörk (1993) ....... 45% Holland (1993) ....... 43% Kýpur (1990) ..........43% Slóvakía (1992) ...... 43% Tékkland (1994) ...... 43% Austurríki (1992) .... 42% Frakkland (1993) ..... 40% Malta (1992) ........ 40% Ungverjaland (1989) ... 40% Ítalía (1994)......... 38% Portúgal (1994) ...... 38% Sviss (1992) ......... 36% Noregur (1994) ....... 35% Slóvenía (1994) ...... 35% Belgía (1992) ........ 33% Lúxemborg (1992) ..... 32% Þýskaland (1993)...... 32% Finnland (1995)....... 29% írland (1993) ........ 29% Bretland (1994) ..... 28% ísland (1996) ........ 28% Svíþjóð (1994) ....... 22% Konur Danmörk (1993) ...... 39% Holland (1994) ...... 31% Noregur (1994) ...... 31% Tékkland (1994) ..... 31% Pólland (1993)....... 29% Grikkland (1994) .... 28% írland (1993) ....... 28% Austurríki (1992) ... 27% Frakkland (1993) .... 27% ísland (1996) ....... 27% Ungverjaland (1989) ... 27% Bretland (1994) ..... 26% Lúxemborg (1993) .... 26% Slóvakía (1992) ...... 26% Sviss (1992)......... 26% Spánn (1993) ........ 25% Tyrkland (1988) ...... 25% Belgía (1992) ....... 24% Eistland (1994) ..... 24% Svíþjóð (1994) ...... 24% Slóvenía (1994) ..... 23% Finnland (1995) ..... 19% Malta (1992) ........ 18% Þýskaland (1993)..... 18% Búlgaría (1989) ..... 17% Ítalía (1994)........ 17% Portúgal (1994) ..... 15% Lettland (1993) ..... 12% Litháen (1992) ...... 10% Albanía (1990) ....... 8% Kýpur (1990) ......... 7% HEILBRIGÐISMÁL 1/1997 33

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.