Heilbrigðismál - 01.03.1998, Side 9

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Side 9
Gamalt Útilíf hressti athafnamanninn Lengi framan af æv- inni var ég væskill að burðum. En kjarngott viðurværi og mikið útilíf bjargaði heilsu minni. Thor Jensen athafnamaður (f. 1863, d. 1947). Morgunblaðið, 1938. Hvert verk hefur sinn tíma Það er mál til komið að fara að hugsa um menntun kvenfólksins svo það geti betur gegnt lífsköllun sinni á eftir sem húsmæður og lagt fyrsta grundvöll til menntunar barna sinna . . . og lært reglu- semi: Að hvert verk hafi sinn tíma og hver hlutur sinn stað, sem stjórn og hlýðni fær best til vegar komið. ísafold, 9. janúar 1884. Sá sem ekki rær Kyrrseta elur doða og einræningsskap, hitt lífg- ar hug og sál að hafa far- ið víða, og það er leiðin- legt að lifa svo til elli- daga að hafa aldrei séð nema sjálfan sig. Sá sem ekki rær dregur heldur ekki fisk úr sjó og við þurfum aldrei að hugsa að útlendir rói leiðang- urinn fyrir oss og flytji menntun og hagsæld heim í tún. Ef við sjálfir sitjum kyrrir, ef við leit- um ekki sjálfir á þau mið þar sem er að sjá manna- verk og menntun, þá verður okkar manndóm- ur og afli enginn, en ann- ars kostar getur námfús maður og glöggur á í einni tilvitnuninni hér á síðunni er sagt að vinnan gleðji og göfgi en í annari segir að skammri stundu numið það er honum getur búið hagsæld og ánægju langa ævi. Guðbrandur Vigfússon próf- essor (f. 1827, d. 1889). ís- lenskar úrvalsgreinar, 1978. Lífskostir Gáfum er misskipt meðal manna, en hver og einn getur tamið sér reglusemi og styrkt ábyrgðartilfinningu sína. Þessir kostir verða happadrýgstir í baráttu lífsins. Alexander Jóhannesson háskólarektor (f. 1888, d. 1965). Árbók Háskóla íslands 1934-1935. Afreksmenn Snillingurinn lif- ir í verkum sínum og afrekum. Þórður Kristleifsson (f. 1893, d. 1997). Tónlistarmenn, 1939. hugsa verði um mennt- un kvenfólksins. Þessi teikning er úr ferðabók frá miðri síðustu öld. Vinnan göfgar Vinnan, hófleg vinna, er það besta sem maður hefur til þess að fylla líf sitt með; hún göfgar og gleður í einu og fær mann til að gleyma áhyggjum og sorgum. Bjarni Sæmundsson fiski- fræðingur (f. 1867, d, 1940). Faðir minn, 1960. Til samanburðar Hverri þjóð, hverri kynslóð er það lífsnauð- syn að eiga sér afbragðs- menn er hún geti mælt hæð sína, atgervi sitt við. Því eins og fjöllin eru inæld þar sem þau rísa hæst, svo er þjóðin, kyn- slóðin mæld og metin eftir hinum bestu mönn- um. I þeim rætast draumar kynslóðanna, og þaðan eflist æskan að þreki og trú á lífið og eigin mátt sinn. Þorkell Jóhannesson háskóla- rektor (f. 1895, d. 1960). ís- lenskar úrvalsgreinar, 1976. Hið innsta eðli Oss ber að þakka leið- sögu skynseminnar, svo langt sem hún nær, en til þess að komast á leiðar- enda þurfum vér aðra og meiri handleiðslu. Það býr einhver órói í manns- sálinni, þrá og leit, sem sættir sig ekki við minna en að komast í sátt við hið innsta eðli tilverunnar og samræmi við tilgang lífsins . . . í þeirri leit get- um vér vafalaust farið ýmsar leiðir og lýst trú vorri og reynslu með ólíkum hætti. Ásgeir Ásgeirsson forseti ís- lands (f. 1894, d. 1972). Úr ávarpi á prestastefitu 1953. Ævisaga, 1992. Hress og heilsugóð í Bennekum á Hollandi dó fyrir stuttu síðan kona ein sem var orðin 107 ára. Hafði hún alið mestan sinn aldur á beiningaferð- um og í 50 ár aldrei kom- ið í rúm. Fyrir 2 árum síðan höfðu hjón ein hrærst aumur yfir henni og veitt henni húsaskjól og nauðsynlega aðhjúkr- un. Svo var hún heilsu- góð og létt á fæti að hún hvem helgan dag gekk mílu vegar til kirkju sinn- ar. Norðri, október 1853. Það er ekkert nýtt að fólk nái háum aldri, en allur aðbúnaður er betri nú en áður. [-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 8 HEILBRIGÐISMÁL 1/1998 Pálmi Guðmundsson - Tómas Jór Sagt Hvers væntir þú? Lífshamingjan er að stórum hluta undir vænt- ingum okkar í lífinu komin. Ef væntingarnar eru raunhæfar erum við nokkurn veginn ánægð. Kristján Tómas Ragnarsson læknir. Morgunblaðið, 5. september 1997. Áhrif frá þrýstihópum Heilbrigðisráðherrar hafa um árabil tekið ákvarðanir út og suður í sjúkrahúsmálum, oft fyrir áhrif frá þrýstihópum og eða áhrif einstakra lækna, kunningja eða pólitískra samherja. Árni Björnsson læknir. DV, 24. september 1997. Það dýrmætasta Mér þykir ekkert eins dýrmætt og bjartsýnin, sem við öll þurfum á að halda - öllum stundum. Karólína Lárusdóttir list- málari. Morgunblaðið, 27. september 1997. í öðrum heimi Ég hef þurft að vera svolítið á spítala á síð- ustu tveimur áratugum og það er eins og að vera kominn í annan heim. Allt viðmót er svo elsku- legt og hlýlegt að má líkja við himnaríki því allir eru brosandi og í góðu skapi. Það þarf ekki annað en almenna skyn- semi til að sjá hvað já- kvæðni hefur mikið að segja varðandi batann. Úr viðtali við Flosa Ólafsson leikara í Sjúkraþjálfaranum, mars 1998. Frægð og frami Venjulegur íslendingur er bjartsýnn, hjartagóður og við það að verða heimsfrægur. Hefur að minnsta kosti hitt ein- hvern heimsfrægan. Inga Hutd Hákonardóttir sagnfræðingur. DV, 28. ágúst 1997. Mannlegi þátturinn Hraða nútímasamfé- lags fylgir vaxandi hætta á eiturlyfjanotkun, drykkjuskap og glæpum. Þetta eru vandamál sem stjórnmálamenn verða að takast á við. Það er ekki nóg að vinna að aukn- ingu hinna efnislegu gæða því þau ein skapa fólki ekki hamingju. Hinn mannlegi þáttur má aldrei gleymast. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Dagur, 11. október 1997. Merkileg tilraun Við viljum verða heil- brigðisstofnun en ekki sjúkrastofnun þegar sjúkrahúsið og heilsu- gæslan sameinast. . . Það er minn draumur að gera alla Þingeyinga að til- raunadýrum í forvömum. Friðfinnur Hermannsson framkvæmdastjóri Sjúkra- Iniss Húsavíkur. Morgun- blaðið, 17. ágiist 1997. Eiga Þingeyingar eftir að verða hraustari en aðrir landsmenn? Allir em að flýta sér. Of hratt gegnum lífið Þessi ofhraði í bíla- akstri og ofhraði í tal- anda er nokkuð sem ekki gengur, allir eru að flýta sér. Til hvers? Ólafur Ketilsson fyrrverandi rútubílstjóri. Vogar, september 1997. Kostir og gallar Nútíminn og tækni hans býður upp á mikla kosti en einnig augljósa galla. Ef velsæld þjóðar kostar mannlíf þar sem grundvallargildi þurfa að víkja og samskipti manna einkennast ekki lengur af því sem rætur samvisku okkar trúar og krist- indóms boða - þá er vá fyrir dyrum. Ragnar Gíslason skólastjóri Foldaskóla. Logafold, 1/1998. Speki úr dægur- lagatextum Gleðin á það til að setja upp allt of hátt verð. Úr texta á plötu Sniglabandsins, 1997. Alls enginn efi, lofið sigrar lestina, sannleikur- inn lygina, og ástin sigr- ar allt. Úr texta á plötu Stefáns Hilmarssonar, 1997. Það er vont að vera týndur í veröld sem hefur engar dyr. Úr texta á plötu Bubba Morthens, 1997. Þar sem hver styður annan Hugmyndir um aukna samvinnu og sameiningu sjúkrastofnana og um efl- ingu heilsugæslustöðva þarf að skoða með opn- um huga. Hafa þarf að leiðarljósi að skoða heil- brigðisþjónustuna sem eina heild þar sem hver þáttur styður annan, en ekki bútaða niður í landsbyggð gegn höfuð- borgarsvæði eða sjúkra- hús gegn heilsugæslu- stöðvum. Ásta Möller formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 4. tbl. 1997. HEILBRIGÐISMÁL 1/1998 9

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.