Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 23
hugmyndirnar sem við erum að reyna að fá unglingana til að fara eftir. Skólinn er hluti af stærri heild Umræður í skólamálum fjalla um ungl- inga eins og hægt sé skipta lífi þeirra upp í deildir sem séu óháðar hver annari. I skóla- starfi er oft leitað fræðilegra eða tæknilegra lausna á lélegum námsárangri. Lífsstíll ungs fólks sem mótast gjarnan af þáttum utan skólans getur ráðið miklu um námsár- angur. Tómstundastarfið og félagsskap- urinn utan hefðbundins skólatíma er mikil- vægur. Stuðningur og hvatning frá foreldr- um og vinum getur ráðið úrslitum. Metn- aðurinn til þess að gera vel er oft sprottinn úr hversdagsheimi fólks, af samskiptum þess við foreldra, vini og félaga. Þeir sem sjá skólastarf í þröngu ljósi kennslutækninnar sjá ekki vandann sem er fólginn í því að helmingur 9. og 10. bekk- inga mætir ósofinn í skólann. Þeir sjá ekki samhengi náms við gott og vel skipulagt tómstundastarf. I mörgum tilvikum sjá þeir ekki einu sinni mikilvægi foreldra og almenns uppeldisstarfs, stuðnings, eftirlits og fordæmis fullorðins fólks - og tengsl þessara atriða við góðan árangur skóla- starfsins. Við slíkar aðstæður er ekki líklegt að hlustað verði á þá sem halda því fram að jafnvel mataræði geti haft áhrif á náms- árangur.2 Það er víðar en á íslandi að unglingarnir mæta ósofnir og þreyttir í skólann. Það hef- ur komið í ljós að hér er ekki bara við for- eldra að sakast. Rannsóknir sýna nefnilega að líffræðileg tímaklukka barna og ungl- inga, sem tengist mjög hormónastarfi þeirra, hefur mikil áhrif á svefn og vöku, hvíld og starf. Rannsóknir sýna einnig að þessi tíma- klukka er ekki í takt við skipulag skóla- starfs, að minnsta kosti hvað stóran hóp nemenda varðar. Þetta hefur legið fyrir í nokkur ár og hafa vísindamenn haldið því fram að við gætum bætt skólastarf og náð betri námsárangri með því að færa byrjun- artíma skólastarfs fyrir unglinga á aldrin- um frá 13 til 18 ára aftur um klukkutíma eða svo. Ýmsir skólamenn hafa þó ekki verið tilbúnir til að taka svona vangaveltur alvarlega. Tilraun sem gerð var í Minnesota í Bandaríkjunum sýndi að þessi eini klukku- tími sem nemendur fengu í viðbótarhvíld á morgnana skilaði marktækum árangri á flestum sviðum. Ekki bara í námsárangri, heldur voru agavandamál minni. Þetta er eitt lítið dæmi um það, hvernig margir þættir spila saman í einni heild. Og við eig- um ekki sífellt að reyna að rjúfa þá í sund- ur. Ef tekst að tengja saman foreldra, skóla, íþróttahreyfingu og fleiri til að vinna að sömu markmiðum þá er hægt að ná góð- um árangri og stuðla að því að skapa heil- brigðan lífsstíl hjá ungu fólki. Tilvitnanir: 1. Þóroddur Bjarnason og Þórólfur Þórlindsson: Tóm- stundir íslenskra unglinga vorið 1992. Rannsóknastofn- un uppeldis- og menntamála, 1993. 2. Rúnar Vilhjálmsson og Guðrún Kristjánsdóttir: Fæðuvenjur og námsárangur íslenskra unglinga. Morg- unblaðið, 23. mars 1997. Þórólfur Þórlindsson er prófessor ífélagsfræði við félagsvísindadeild Háskóla íslands. Grein þessi er byggð á erindi sem Þórólfur flutti sunt- arið 1997 á ráðstefnu á Sauðárkróki í tilefiii af afinæli Náttúruiækningafélags íslands. Unglingar verða að fá stuðning og aðhald. Þeim verður að standa til boða að iðka góðar og hollar tóm- stundir sem freista þeirra meira en óheilbrigður lífsstíll. HEILBRIGÐISMÁL 1/1998 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.