Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 24

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 24
Nóbelsverðlaun í læknisfræði: Raimsóknir á príonsjúkdómum Grein eftir Guðmund Georgsson Þann 6. október 1997 tilkynnti Karolinska stofnunin í Stokkhólmi að Stanley B. Prusiner, prófessor í taugasjúkdómum við Kaliforníuhá- skóla í San Francisco hafi verið veitt Nóbelsverðlaunin í læknis- fræði 1997. Samkvæmt tilkynning- unni hlýtur hann verðlaunin fyrir uppgötvun á príoni, „alveg nýjum sjúkdómsvaldi". Þar segir einnig að uppgötvun Prusiner „veiti mikil- væga innsýn sem verða kann grundvöllur frekari skilnings á þeim líffræðilegu þáttum sem valda öðrum sjúkdómum sem ein- kennast af heilabilun, til dæmis Alzheimer og skapa möguleika á þróun lyfja og annarrar læknismeð- ferðar". Meginviðfangsefni Stanley B. Prusiner, sem er 55 ára gamall Bandaríkjamaður, hefur allt frá upphafi vísindaferils hans verið sjúkdómar, sem núorðið eru oft kenndir við það heiti sem hann gaf smitefni því sem veldur þeim, príonsjúkdómar. Þessir sjúkdómar sem taldir eru til hæggengra smit- sjúkdóma eru heilasjúkdómar í mönnum og skepnum. Til þeirra teljast meðal annars: 1) Riða (scrapie á enskri tungu) í sauðfé, sem hefur lengi verið þekkt bæði hérlendis, á Bretlandseyjum og víðar, og talið er að hafi borist í kýr fyrir ríflega áratug og valdið kúariðu („mad cow disease"); 2) Kuru sem er sjúkdómur sem Fyrir aldarfjórðungi setti Stanley B. Prusiner, sem þá var um þrítugt, fram byltingarkennda hugmynd um tilvist smitefnis sem hann kallaði príón. Hugmyndin mætti mikilli andstöðu en æ fleiri hall- ast á skoðun hans. í haust fékk Prusiner Nóbelsverðlaun í læknis- fræði og lífeðlisfræði en þau nema rúmum 70 milljónum íslenskra króna. greindist í íbúum Nýju Gíneu af Fore ættbálki og rakinn var til þeirrar helgiathafnar við greftrun að afkomendur neyttu heila látins ættföður; 3) Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur (CJD) sem Carleton Gadjusek sýndi framá að gæti verið smitsjúdómur. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir rannsóknir sínar á Kuru og CJD ár- ið 1976. Auk þessa heyra til þessa flokks sárasjaldgæfir sjúkdómar sem eru arfgengir, Gerstmann-Stráussler- Scheinker og Fatal Familial In- somnia. Þess er rétt að geta að 10- 15% af CJD tilfellum eru arfgeng. Hvatinn að því að Prusiner hóf að rannsaka þessa sjúkdóma fyrir aldarfjórðungi var að sjúklingur sem hann annaðist lést af heilabil- un af völdum CJD. Hann hefur lagt megináherslu á að kanna eðli smit- efnisins, en það hafði valdið mönn- • * * i um miklum heilabrotum enda mjög sérstætt því að það þolir m.a. prót- einkljúfa og kjarnsýrukljúfa, dauð- hreinsun við 130 gráður á Celsíus í 30 mínútur, útfjólubláa geisla, rönt- gengeisla og formaldehýð. Hann fylgdi eftir þeim hugmyndum sem hafði verið hreyft að í smitefninu væru engar kjarnsýrur, það er að erfðaefni vantaði. Byltingarkennd hugmynd því allir þekktir sýklar, bakteríur og veirur, hafa erfðaefni sem „skráir" fyrir gerð þeirra og er undirstaða endurmyndunar (fjölg- unar) þeirra. Prusiner réðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur er hann valdi sér viðfangsefni. En hann hef- ur verið mjög frjór, atorkusamur og þrautseigur. Sem dæmi um atorku hans skal nefnt að ég fann ríflega 300 ritsmíðar á alnetinu sem hann hefur lagt nafn sitt við. Þrautseigja ef ekki einber þrjóska er nauðsyn- legur eiginleiki þeirra sem fást við rannsóknir á hæggengum smitsjúk- dómum, sem einkennast af löngum meðgöngutíma og tilraunir taka því langan tíma. Það gildir einnig um tilraunasýk- ingar með riðu í músum og hömstrum, sem eru dýralíkön sem Prusiner og samverkamenn hans hafa mikið notað. Árið 1982 tókst Prusiner og sam- verkmönnum að einangra smitefni úr heila riðusýktra hamstra. í raf- eindasmásjá tók það á sig form stuttra þráða eða stafa, sem hann nefndi príon stafi (rods), og hélt fram að væru fjölliður af hinu smit- andi próteini, sem hann nefndi príon. Það heiti dró hann af „prot- einaceous infectious particle" (smitandi próteinagnir). Þareð hon- um tókst ekki fremur en öðrum að sýna fram á erfðaefni í smitefninu taldi hann auðsýnt að smitefnið væri eingöngu gert af próteini og að það gæti stjórnað eigin endur- myndun eða fjölgun. Hann kynnti þessar niðurstöður og kenningu í tímaritinu Science árið 1982. Sú 24 HEILBRIGÐISMÁL 1/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.