Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 34

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 34
Tómas Jór íslendingar eiga að vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar í tóbaksvömum segir Þorvarður Omólfsson sem hefur starfað að þeim málum í meira en tvo áratugi Á síðasta hausti lét Þorvarður Ömólfsson af störfum sem framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur fyrir aldurs sakir, eins og sagt er þó hann sé enn ungur í anda og fasi. Þorvarður kenndi lengi stærðfræði o. fl. við Kvennaskólann í Reykjavík en tók jafnframt að lesa lög og lauk lögfræðiprófi vorið 1966. Haustið 1968 varð hann fyrsti framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúd- enta og fimm árum síðar framkvæmdastjóri Barnavina- félagsins Sumargjafar. Hann hefur alltaf verið mjög áhugasamur um tóbaksvarnir og látið þær til sín taka, m.a. baráttuna fyrir banni við tóbaksauglýsingum vor- ið 1971. En hvernig kom það til að hann gerðist fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur? „Það var haustið 1975. Ég hafði þá verið tvö ár hjá Sumargjöf. Þá frétti ég að Jón Oddgeir Jónsson væri að hætta sem framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur og ákvað að sækja um starfið. Ég hafði um skeið verið að móta ákveðnar hugmyndir um forvarna- starf gegn reykingum og taldi þær falla vel að mark- miði og starfi félagsins." í hverju voru þessar hugmyndir fólgnar? „Fyrst og fremst sá ég fyrir mér stóraukið tóbaks- varnastarf með nemendum í barna- og unglinga- skólum. Það þurfti að hefjast nógu snemma, vera skipulegt og samfellt og felast ekki aðeins í fræðslu um skaðsemi reykinga heldur einnig í beinni hvatningu til að taka þátt í baráttunni gegn þessum hættulega ávana. Hugmyndirnar fengu góðan hljómgrunn hjá stjórnum Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Krabba- meinsfélags íslands og eins hjá skóla- og heilbrigðisyf- irvöldum. Af þessum rótum spratt svonefnd „herferð gegn reykingum" i skólum landsins með fjölþættum baráttuaðferðum og æ breiðari víglínu - og stendur enn með allmikið breyttum áherslum. Um árabil var jafningjafræðsla stór þáttur í þessari baráttu, ef til vill fyrsta dæmið um að þeirri aðferð væri beitt í skólum hér á landi. Þetta forvarnastarf og margvíslegt annað framlag Krabbameinsfélags Reykjavíkur til tóbaksvarna var mér vissulega hugstætt og var lengst af hvað orku- og tímafrekast í starfi mínu. En verkefnin voru vitanlega miklu fleiri og mér almennt mjög að skapi. Samstarf við önnur krabbameinsfélög og stuðningshópa krabba- meinssjúklinga var líka afar ánægjulegt." Þorvarður var skipaður í Samstarfsnefnd um reyk- ingavarnir í ágúst 1977, tilnefndur af Krabbameinsfé- laginu, og sat fyrir þess hönd í öllum þeim sex Reyk- ingavarnanefndum og Tóbaksvarnanefndum sem síðan hafa starfað, hver af annarri, uns hann baðst lausnar í nóvember s.l. eftir 20 ára samfellt nefndarstarf. Hvað er honum minnisstæðast af þeim vettvangi? „Þessar nefndir hafa auðvitað tekist á við fjölmörg viðfangsefni í tóbaksvörnum, hver nokkuð með sínum hætti eða áherslum. Með því eftirminnilegasta er að vonum það mikla starf sem fór í að undirbúa lög um tóbaksvarnir nr. 74/1984 og einnig breytingarnar sem á þeim voru gerðar 1996, að ógleymdu frumvarpi til nýrra tóbaksvarnalaga sem dagaði uppi á þingi 1995 með athyglisverðum nýmælum sem bíða betri tíma. Af mörgu öðru minnisstæðu má nefna fyrsta reyklausa daginn 1979 og átakið til að fjölga reyklausum vinnu- stöðum, en það hófst 1992 og hefur borið mikinn ár- angur, eins og alkunna er." Hvaða verkefni telur hann mikilvægast að ráðist verði í á næstunni? „Við getum ekki sætt okkur við kyrrstöðu í viður- eigninni við tóbakið, hvað þá neitt undanhald! Ég held að nú dugi ekkert minna en að blása til allsherjaratlögu gegn þessum ófögnuði með öllum hugsanlegum ráð- um, bæði löggjöf og öðrum úrræðum. Mér finnst ekki síst sveitarfélögin geta verið afar vænlegur vettvangur fyrir slíka stórsókn. Frumkvæði Gerðahrepps í því efni er sérlega lofsvert og verður vonandi árangursríkt og öðrum til fyrirmyndar." Eiga ekki íslendingar betri möguleika en aðrar þjóðir til að berjast gegn reykingum og styrkja þannig ímynd- ina um að landið sé hreint og ómengað? „íslendingar ættu að hafa alla burði og ytri aðstæður til að vera í fararbroddi meðal þjóða heims í baráttunni gegn tóbaki og tóbaksreyk. Við höfum að ýmsu leyti staðið okkur nokkuð vel í tóbaksvörnum og jafnvel gefið tóninn um nýjungar, eins og viðvörunarmerking- arnar 1985, og við ættum hiklaust að stefna að því að geta fyrstir allra státað af reyklausu landi!" -jr. 34 HEILBRIGÐISMÁL 1/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.