Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 21
er við 14 eða 15 ára aldur, að greina lífsstíl sem er þannig að ákveðin atriði fara saman í lífi barna og unglinga - atriði sem skil- greina hversdagsheim þeirra, ráða félags- skap og umræðuefni og glæða áhuga þeirra á tilteknum viðfangsefnum. Ungl- ingar hópa sig saman eftir tómstundum, ræða áhugamál sem tengjast þeim, styðja hver annan í áhuga sínum og gefa þannig lífi sínu gildi og tilgang. Sá lífstíll sem unglingar tileinka sér í tómstundum skiptir miklu máli. Um þetta þarf ekki að fjölyrða. Það er miklu erfiðara að breyta hegðun fólks en að stuðla að því að það læri góða og heilbrigða hegðun frá upphafi. Oft er mjög erfitt að breyta atferli, sérstaklega því sem orðið er fastmótað og stór þáttur í samskiptum okkar við annað fólk. Að ekki sé minnst á þann vanda sem skapast þegar um fíkn er að ræða. Best er að koma í veg fyrir að við byrjum að reykja eða borða sykur í óhófi, eða hvað það nú er sem valdið getur fíkn. Fíkillinn ánetjast slæmum venjum sem erfitt er að breyta, meðal annars vegna þess að það myndast lífeðlisfræðilegur grunnur fíknar sem gerir fólk háð þessum slæmu venjum. Rannsóknir sýna að greina má sérstakan lífsstíl unglinga þar sem mark- tæk fylgni er á milli líkamsþjálfunar, reglusemi og heilbrigðs mataræðis. Hver ný kyn- slóð þarf að skapa sér sér- stöðu með því að gera hlutina öðruvísi en næsta kynslóð á undan. Ef unglingar mótast af því sem þeir gera í frístundum sínum gefur auga leið að jafn- ingjahópurinn ræður miklu um lífsstíl og neysluvenjur. í þessu sambandi má benda á að jafningjahópurinn tengist hvað sterk- ast vímuefnaneyslu ungs fólks og mörgum öðrum þáttum í atferli þeirra. Berum sam- an reykingar ungs fólks og félaganna. Um það bil 2% þeirra sem eiga enga eða mjög fáa vini sem reykja eru farnir að reykja daglega. Sambærilegt hlutfall fyrir þá sem eiga mjög marga vini sem reykja er 79%. Hér er um afskaplega skýrt mynstur að ræða. Úti á lífinu Höldum okkur enn við reykingar og lít- um á tengsl þeirra við lífsstíl skemmtana. Þá kemur í ljós að marktæk fylgni er milli þess að hafa þennan lífsstíl og að reykja. Meðal þeirra unglinga sem aldrei fara í partý reykja um 4%. Samsvarandi tala fyrir þá sem fara í partý einu sinni í viku eða oftar er tæplega 50%. Þessar tölur sýna að reykingar tengjast ákveðnum lífsstíl. Það er í sjálfu sér ekkert sem segir, að hafi ungt fólk tamið sér þennan lífsstíl þurfi það endilega að byrja að reykja. Þessar niður- stöður segja okkur fyrst og fremst að ýmis atriði í umhverfinu sem mótast af jafn- ingjahópnum og tómstundunum verða þess valdandi að unglingarnir temja sér óæskilegar lífsvenjur. Þeir fá sér í glas með félögunum, þá verða auknar lfkur á því að þeir byrji að reykja. Þeir byrja að reykja vegna þess að þeir eru.þama á þessum stað og á þessari stundu í þessari stemningu. Ef við lítum á lífsstíl íþrótta er allt annað upp á teningnum. Tökum til dæmis sam- band milli reykinga og þátttöku í íþróttum eða líkamsþjálfun. Þar er fylgnin neikvæð, því betri líkamsþjálfun sem unglingar eru í því ólíklegri eru þeir til að reykja. Meðal þeirra unglinga sem eru í mjög góðri líkamsþjálfun eru 8,5% byrjaðir að reykja, en rúm 40% þeirra sem eru í lélegri líkamlegri þjálfun. Þetta þýðir að þeir ungl- ingar sem ekki stunda íþróttir eru fjórum til fimm sinnum lfklegri til að vera byrjaðir að reykja í 10. bekk en þeir sem stunda íþróttir fimm sinnum í viku eða oftar. Til að gera sér enn skýrari grein fyrir mismunandi umhverfisþáttum má bera HEILBRIGÐISMÁL 1/1998 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.