Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 20
hvað stráka varðar en stelpur. Það vantar verulega upp á að atferli eða lífsstíll þessa unga fólks sé eins og við vildum hafa hann hvað varðar mataræði og hvild. í fljótu bragði er ekki auðvelt að sjá að gott sam- ræmi sé milli þessara niðurstaðna og þess að 96% unglinga telja það mikilvægt að vera heilsuhraustir. Horfum næst á reykingum. Vissulega má segja að það sé hluti af heilbrigðum lífsstíl að reykja ekki, enda hefur mikið starf verið unnið á undanförnum árum í því skyni að draga úr reykingum. Þrátt fyr- ir þetta fara reykingar vaxandi meðal ungs fólks. Hér á landi dró úr reykingum frá ár- inu 1984 (sennilega allt frá 1974) fram til ársins 1989, og jafnvel lengur. Síðan hafa þær aukist. í þessari könnun, sem gerð var í lok mars 1997, sýna niðurstöður að reyk- ingar eru enn að aukast. Sama má reyndar segja um neyslu ólöglegra vímuefna. Neysla á hassi hefur fylgt sama mynstri. Þá er veruleg aukning á neyslu amfetamíns. Ástæða aukinna reykinga er ekki sú að ungt fólk viti ekki að það sé óhollt að reykja. Atferli unglinga, lífsstíll þeirra, er ekki endilega í beinu samræmi við viðhorf Helmingi fleiri stúlkur en drengir borða nánast aldrei morgunverð. Unglingar hópa sig saman eftir tómstundum, ræða áhugamál sem tengjast þeim, styðja hver annan í áhuga sínum og gefa þannig lífi sínu gildi og tilgang. þeirra, eða það sem þau telja æskilegast og best. Hegðun unglinga virðist oft að veru- legu leyti sjálfsprottin í þeim skilningi að / margt sem þeir gera er ekki fyrirfram ákveðið, það bara gerist í stemningu augnabliksins. Því skipta aðstæður og fé- i lagsskapur, einkum jafningjahópurinn, oft miklu máli í lífi þeirra. Hversdagsheimur unglinga mótast mjög mikið af því sem þeir gera í tómstundum sínum. Þetta setur þeim þann ramma sem oft ræður úrslitum um það hvernig til tekst í forvarnarstarfi. Forvarnir og lífsstíll Þegar talað er um lífsstíl ungs fólks er oftast átt við hvað það geri í frístundum, hvernig og með hverjum það ver tímanum. Þáttagreining (factor analysis) sem gerð var á tómstundastarfi íslenskra unglinga leiddi í ljós að hægt er að gera greinarmun á mismunandi lífsstíl unglinga út frá því hvað þeir gera í tómstundum.1 Þetta fel- ur ekki í sér að tómstundir sem raðast sam- an á tiltekinn hátt séu endilega sama eðlis, heldur að þeir unglingar sem stunda eina tegund tómstundastarfs séu líklegri en aðr- ir til að taka þátt í öðrum tegundum tóm- stunda innan þess þáttar. Sem dæmi um þetta getum við nefnt lífsstíl skemmtana sem felur í sér tómstundaiðju á borð við það að sækja partý, fara á böll, sækja rokktónleika, stunda leiktækjasali og hitta vini og kunn- ingja niðri í bæ. Þá má nefna menningarleg- an lífstíl sem felur í sér að sækja myndlist- arsýningar sinfóníutónleika og leikhús, leggja stund á myndlist og hljóðfæraleik og lesa bækur. Lífsstíll afþreyingar felst í því að horfa mikið á sjónvarp og myndbönd, stunda tölvuleiki og svo framvegis. Þá má tala um lífsstíl íþrótta í þeim tilvikum þegar , tómstundir ungs fólks einkennast af íþrótt- um og líkamsrækt. Hægt er að aðgreina mismunandi lífsstíl þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar með þetta í huga. Þetta þýðir þó ekki að líf tiltekinna unglinga sé takmarkað við eina tegund lífsstíls. Mismunandi lífs- stíll ungs fólks getur blandast á ýmsan hátt. Þá getur tiltekin tómstundaiðja tengst fleiri en einum lífsstíl. Allir unglingar hlusta meira og minna á tónlist frá morgni til kvölds, það er hins vegar misjafnt hvað þau hlusta á. Kjarni málssins er sá að hægt 20 HEILBRIGÐISMÁL 1/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.