Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 15
Sigurður Stefán Jónsson Heilnæmi sjávarfangs Grein eftir Laufeyju Steingrímsdóttur Fyrir ofan innganginn að fiskbúð einni í vesturbæ Reykjavíkur er skilti með eftirfarandi áletrun: „Með auknu fiskáti koma gáfurn- ar". Þessi afdráttarlausa fullyrðing lýsir betur en margt annað afstöðu okkar íslendinga til þessarar ágætu fæðu: Fiskur er einfaldlega hollur matur jafnt fyrir líkama og sál, og vart ástæða til að rökræða það frek- ar. En hvað segja vísindin um fisk- inn, hvaða rannsóknir liggja að baki fullyrðingum um hollustugildi fiskneyslu? Einstök samsetning næringarefna Næringargildi fiskmetis einkenn- ist af ríkulegu magni próteina í hæsta gæðaflokki, óvenju miklu magni af einstökum snefilefnum, sérstaklega seleni og joði, að ógleymdri fitunni sem er einstök að gerð, ólík fitu landdýra eða jurta. Hert ýsa er líklega próteinríkasta fæða sem völ er á til manneldis, með 74 grömm próteina í hundr- að grömmum fæðu. Ef borið er saman próteinmagn í mögru kjöti, mögrum fiski, undanrennu og osti á grundvelli orkuhlutfalls úr prót- einum kemur í ljós að í ýsu er hvorki meira né minna en 83% orku úr próteinum, í lambalundum er hlutfallið 60% en 30% í brauð- osti. Það kemur því væntanlega fá- um á óvart að samkvæmt könnun- um Manneldisráðs er mataræði ís- lendinga einstaklega próteinríkt, sumir myndu jafnvel segja óþarf- lega próteinríkt. Þar á fiskurinn nokkurn hlut að máli, auk mjólkur og kjöts, en allar þessar fæðuteg- undir vega hlutfallslega þungt í ís- lensku fæði. Holl fita Magur fiskur er vinsæl megrun- arvara enda hitaeiningarnar fáar, 80-90 kílókaloríur í hundrað grömmum borið saman við 140-150 kílókaloríur í sama magni af mögru kjöti. Jafnvel feitur fiskur eins og síld hefur færri hitaeiningar en miðlungsfeitt kjöt á borð við lambaframpart. Athygli vísindamanna hefur þó öðru fremur beinst að sjálfri fiskfit- unni, samsetningu hennar og eig- inleikum. Fiskfita býr yfir óvenju- legum fjölómettuðum fitusýrum af gerðinni omega-3 en í öðrum mat- vælum eru fjölómettaðar fitusýrur aðallega af omega-6 gerð. Nýlega hefur þó verið vakin athygli á því að fleiri matvörur en fiskmeti hafi að geyma omega-3 fitusýrur, og þá hefur sérstaklega verið bent á kjöt dýra sem alin hafa verið á fiski- fóðri. ítarleg fitusýrugreining á ís- lenskum matvörum, sem gerð var nýlega, sýndi þannig að svína- kjöt og kjúklingar gátu haft að geyma nokkuð af þessum fitusýr- um, en lambakjöt og nautakjöt mun síður. Rannsóknir hafa sýnt að omega-3 fitusýrur hafa jákvæð áhrif á ýmsa þætti líkamsstarfsemi, meðal annars á blóðfitu, blóðþrýst- ing og samloðun blóðflagna. Eins benda rannsóknir til þess að neysla fiskfitu geti linað liðbólgur og astma, dregið úr exemi og ofnæmi, minnkað tíðaverki og aukið mót- stöðu gegn sýkingum. Þótt enn skorti frekari staðfestingu á flestum þessum sviðum hafa íslenskir vís- indamenn meðal annars gert atliygl- isverðar rannsóknir á lýsi sem sýna að omega-3 fitusýrur hafa jákvæð áhrif á viðbrögð líkamans gegn sýkingum. Omega-3 fitusýrur lækka blóðfitu Ahrif omega-3 fjölómettaðra fitu- sýra til að lækka kólesteról í blóði eru sambærileg við áhrif fjölómett- aðra fitusýra af omega-6 gerð. Hins vegar þarf að taka tillit til þess að í fiski og lýsi er ekki aðeins fjöl- ómettuð fita heldur einnig kólester- ól rétt eins og í öðrum fæðutegund- um úr dýraríkinu. í jurtaolíum er HEILBRIGÐISMÁL 1/1998 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.