Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 12
Að skapa mann og annan Einræktun manns er forkastanleg Grein eftir Vilhjálm Árnason Þekkingu á erfðaefni mannsins hefur fleygt fram á síðustu árum. Sú þekking hefur gert menn læsa á þær upplýsingar sem felast í litningum okkar. Sumar þess- ara upplýsinga varða orsakir erfðasjúk- dóma og miklar vonir eru bundnar við að takast muni að lækna þá í auknum mæli á komandi árum. En sú áhersla sem nú er lögð á erfðafræðilega þætti elur líka á hugsunarhætti sem full ástæða er til að vara við. Þeir sem hvað áfjáðastir eru í að ljúka upp erfðamengi mannsins líta sumir svo á að manneskjan sé lítið annað en afurð erfðavísanna. Þessi mannskilningur dregur ekki einungis úr frelsi og ábyrgð einstakl- inga heldur kyndir hann jafnframt undir viðleitni til þess að taka mannlífið tækni- legum tökum. Hugmyndir af þessu tagi hafa náð hámarki í vangaveltum um ein- ræktun manna. Til að varpa ljósi á þá tæknihyggju sem hér er á ferðinni ætla ég að hugleiða þrjú tilefni sem menn gætu haft til að einrækta manneskju. Fyrsta tilefnið kenni ég við mannkyn- bætur, en með því á ég við hvers konar viðleitni sem miðar skipulega að fram- leiðslu þekktra „æskilegra" einkenna, svo sem greindar, fegurðar, sterklegrar líkams- byggingar eða jafnvel löghlýðni, svo dæmi séu nefnd af handahófi. Rök gegn erfðabótum á mönnum eru mörg og þung. Sumir benda á að ógerlegt sé að ákvarða hvað séu æskileg einkenni í fari manna. Það er eitt að benda á ákveðna erfðafræðilega galla sem við viljum vera án; það er annað að segja fyrir um hvernig góðir einstaklingar eigi að vera. Sjálfur held ég að við höfum sæmilega hugmynd um hvaða kostir prýða góðar manneskjur, en tel að fráleitt sé að leita þeirra eingöngu í erfðasamsetningu þeirra. Hugmyndir okkar um gott fólk eru óaðskiljanlegar frá hugmyndum um margvíslegan persónu- þroska sem virðist velta að verulegu leyti á þáttum öðrum en erfðafræðilegum. Hér er um að ræða hæfileika og mannkosti sem þroskast í mannlegum samskiptum, félags- mótun og uppeldi. Sé þetta rétt þá veita erfðatæknilegar mannkynbætur enga tryggingu fyrir betra mannlífi, kærleiksríkari samskiptum þar sem við virðum mannlífið í sínum fjöl- breytilegustu myndum. Öðru nær: ná- kvæmt „gæðaeftirlit" með því hvers konar einstaklingar kæmu í heiminn myndi í raun setja hömlur á þá þætti sem öðrum fremur stuðla að mannlegum þroska, en það eru frelsi og ábyrgð einstaklinga og gagnkvæm umhyggja þeirra. Og þótt ekki sé farið að einrækta fólk eru þetta ekki inn- antómar vangaveltur. Greining erfðagalla á fósturstigi er þegar farin að stuðla að því að einungis „gallalausir" einstaklingar fæðist í þennan heim. Annað tilefni sem mætti hugsa sér til að einrækta manneskju væri freistingin að eiga sjálfan sig til vara, ef svo sérkennilega má komast að orði. Menn myndu þá láta einrækta sjálfa sig til þess að nota í vara- hluti þegar líffærin byrja að bila. Þessi hug- mynd vitnar um þá firru að líta svo á að einræktaður einstaklingur verði nákvæmt afrit annarrar manneskju, annað eintak hennar en ekki sjálfstæður einstaklingur. Frá siðferðilegu sjónarmiði er hugmyndin forkastanleg. Ef til þess kemur að mann- vera verði einræktuð þá ber vitaskuld að auðsýna henni sams konar siðferðilega virðingu og hverri annarri manneskju. Hugmyndir okkar um gott fólk eru óað- skiljanlegar frá hugmyndum um margvísleg- an persónu- þroska sem virðist velta að verulegu leyti á þáttum öðrum en erfðafræði- legum. 12 HEILBRIGÐISMÁL 1/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.