Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 18
Heilbrigði og lífsstíll ungs fólks Togað er í böm og unglinga úr öllum áttum Grein eftir Þórólf Þórlindsson Árangur í forvamarstarfi næst því aðeins að starfinu sé beint að börnum og ungl- ingum. Um það er ekki deilt. Vissulega eru ýmsir að reyna þetta, enda þótt mörgum finnist árangurinn láta á sér standa. Það kann að einhverju leyti að stafa af því að við beitum ekki réttum aðferðum til þess að hafa áhrif á ungt fólk. Þeir sem vilja stuðla að heilbrigðum lífs- venjum meðal barna og unglinga og hvetja þau til að temja sér hefðbundin gildi eru í samkeppni við marga aðra sem vilja hafa áhrif. Framleiðendur skemmtiefnis, sæl- gætis, tóbaks og tískuvarnings eyða miklu fé í að hafa áhrif á ungt fólk. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt eru þeir að öllum líkind- um komnir með viskiptavini til frambúðar, svo við tökum tóbaksframleiðendur sem dæmi. Þetta er ein ástæða þess hve for- varnarstarf er erfitt. Þeir sem skapa tískuna hafa sterka stöðu til að móta lífsstíl ungs fólks. Þegar fram- leiðendur vímuefna, tóbaks og skemmti- efnis leggja saman krafta sína er við öfluga andstæðinga að etja. Til dæmis greiða tóbaksframleiðendur fyrir að sýna reykj- andi fólk í kvikmyndum, helst við eftir- sóknarverðar aðstæður. Brexjttir tímar Sá tími er löngu liðinn að við getum alið upp íslensk ungmenni í einangrun frá um- heiminum. íslenskir unglingar búa ekki lengur við fastmótaðar aðstæður þar sem þeir eru þátttakendur í heimi fullorðinna. Sú hefð sem ríkti hér að böm og unglingar vinni á sumrin störf til sjávar og sveita hafði ómetanlegt uppeldislegt gildi. Hún stuðlaði meðal annars að því að ekki urðu eins skörp skil milli kynslóða og víða ann- ars staðar. Þá dró hún einnig úr þeirri þró- un, sem átti sér stað víða erlendis, að mynda stóra hópa unglinga sem ekki voru í góðum tengslum við hefðbundnar stofn- anir þjóðfélagsins. Þessir hópar lúta oft eig- in lögmálum og skapa sérstakan lífsstíl. Þessir laustengdu hópar eru vettvangur al- þjóðlegrar unglingamenningar, sem fram- leiðendur afþreyingarefnis leitast við að móta með það fyrir augum að skapa mark- að fyrir framleiðslu sína. Þeir sem vilja hafa áhrif á börn og ungl- inga í þá átt að efla heilbrigðan lífsstíl Mun fleiri unglingar telja það skipta miklu máli að vera heilsu- hraustur en að líta vel út. Við stöndum í reynd frammi fyrir því að helmingur ís- lenskra ungl- inga fer svo seint að sofa að þeir missa út draumasvefn- inn, sem er tal- inn svo mikil- vægur. þeirra eru því langt í frá einir um hituna. Það er togað í unglingana úr öllum áttum. Allir eru að reyna að hafa áhrif. Því er ljóst að heilbrigður lífsstíll meðal ungs fólks verður ekki til af sjálfu sér. Við erum þátttakendur í þróun sem ekki verður snúið við. Heimurinn verður aldrei eins og hann var. íslenskir unglingar taka þátt í heimi án landamæra þar sem þeir kynnast mörgum sjónarmiðum og verða fyrir áhrifum úr ýmsum áttum, sumum slæmum og öðrum góðum, að okkar dómi. Forsjárhyggja eða einangrunarstefna eru ekki rétt svar við alþjóðavæðingu nútím- ans. Því verðum við að leggja áherslu á að bjóða ungu fólki upp á góða valkosti, sem eru bæði skemmtilegir og uppbyggilegir. Viðhorf og atferli Heilbrigður lífsstíll snýst meðal annars um það að neyta hollrar fæðu, að fá næga hvíld og hreyfingu, reykja ekki og neyta ekki vímuefna. Við viljum kenna ungu fólki að tileinka sér þessi atriði. í því skyni að varpa nokkru ljósi á það hvernig til hef- ur tekist verða raktar niðurstöður úr könn- un sem gerð var meðal ungs fólks hér á 18 HEILBRIGÐISMÁL 1/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.