Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 5
Frá afhendingu sendi- bíls sem Toyota umboð- ið gaf Krabbameinsfé- laginu: Páll Samúelsson stjórnarformaður P. Samúelsson hf., Jón Varað við notkun leysibenda „Nokkuð hefur borið á því að börn og unglingar hafi verið að leika sér með leysibenda og hafi lýst með þeim í andlit annarra. Samkvæmt al- þjóðlegum viðmiðunum er styrkur ljósgeisla frá sumum af þessum leysi- bendum meiri en svo að lýsa megi í augu," segir í upplýsingum frá Geisla- vörnum ríkisins. Leysibendar eru lítil áhöld (oft svipaðir penn- um í lögun) með leysi, sem sendir frá sér sterk- an rauðan ljósgeisla. Leysibendar eru ætlaðir fyrirlesurum, kennurum og öðrum sem þurfa að beina athygli að atrið- um á töflu eða sýningar- tjaldi. í leysum er sérstakur ljósgjafi sem gerir kleift að senda þröngan ljós- geisla langa leið án þess að ljósgeislinn víkki að ráði. Á síðari árum hafa orðið miklar framfarir í smíði leysa og notkun þeirra hefur aukist hratt. Leysar eru meðal annars notaðir í læknisfræði og iðnaði. Auk þess eru leysar innbyggðir í mörg Þorgeir Hallgrímsson þáverandi formaður Krabbameinsfélags ís- lands og Vigdís Finn- bogadóttir verndari Krabbameinsfélagsins. algeng tæki (til dæmis geislaspilara og strika- merkjalesara við búðar- kassa). Venjulegir leysibendar eru ekki hættulegir fyrir húðina. Skaðar á sjón- himnu augans eru hins vegar mögulegir vegna þess að linsa augans get- ur þjappað allri orku geislans í lítinn brenni- punkt. Þeim sem vilja nota leysibendi er eindregið ráðlagt að kaupa afllitla leysibenda (í flokki 1 eða 2). í Bretlandi er nýlega búið að takmarka sölu á sterkum leysibendum (í flokkum 3 og 4) og lík- legt er að það verði gert víðar. Þeir sem nota leysi- benda í fyrirlestrum ættu að temja sér að beina bendinum aldrei að áheyrendum. Einnig ættu þeir að varast að beina bendinum að speglandi flötum sem gætu endur- kastað geislanum að fólki. Þeim sem vilja fræðast meira um leysibenda er bent á vefsíðu Geisla- varna ríkisins (www.gei- rik.is.). Þar er einnig ým- iss konar fróðleikur um geislun, ljósalampa og fleiri þætti sem heyra undir þessa stofnun. Gáfu sendibíl Fyrirtækið P. Samúels- son hf., umboðsaðili Toyota á íslandi, hefur gefið Krabbameinsfé- laginu nýjan sendibíl af gerðinni Toyota Hiace, að verðmæti á þriðju milljón króna. Bifreiðin er hvít að lit og hefur verið merkt Krabbameins- félaginu. Páll Samúelsson stjórn- arformaður P. Samúels- son hf. afhenti Jóni Þor- geiri Hallgrímssyni for- manni Krabbameins- félags íslands lykla að bílnum við athöfn í Perl- unni, að viðstaddri Vig- dísi Finnbogadóttur vemdara Krabbameinsfé- lagsins og fleiri gestum. Páll sagði við þetta tæki- færi að bíllinn væri gef- inn í minningu um Kristján Friðsteinsson endurskoðanda, sem lést af völdum krabbameins í sumar. Jón Þorgeir þakk- aði þessa höfðinglegu gjöf og góða liðveislu fyrirtækisins við félagið, en fyrir sex árum gaf P. Samúelsson hf. Krabba- meinsfélaginu bíl sem hefur komið sér mjög vel og verið mikið notaður við hina fjölþættu starf- semi Krabbameinsfé- lagsins. Meiri menntun og minni reykingar Þegar reykingar eru annars vegar er háskóla- menntað fólk hálfdrætt- ingar miðað við þá sem aðeins hafa lokið skyldu- námi. Þetta kemur fram þegar kannanir sem Hag- vangur hefur gert fyrir Tóbaksvarnanefnd eru at- hugaðar með hliðsjón af skólagöngu aðspurðra. Því meiri menntun, því minna um reykingar, eins og sést í meðfylgjandi töflu. Nokkur munur er á reykingum eftir atvinnu. Einkum er áberandi að þeir sem vinna við land- búnað reykja mun síður en þeir sem vinna við sjávarútveg. Reykingar eru ekki mjög mismunandi eftir því hvar á landinu er bú- ið. Þó virðist einna minnst reykt á Norður- landi eystra og Suður- landi. Daglegar reykingar Kannanir Hagvangs fyrir Tóbaks varnanefnd. Aldur 18-69 ára. Meðaltal áranna 1995-97. Eftir búsetu Norðurland eystra 26% Suðurland 27% Reykjavík 30% Reykjanes 30% Norðurland vestra 31% Vesturland 32% Vestfirðir 32% Austurland 33% Eftir atvinnu Landbúnaður 21% Opinber þjónusta 25% Iðnaður 30% Verslun og önnur þjónusta 31% Sjávarútvegur 47% Eftir skólagöngu Háskólapróf 19% Stúdentspróf 21% Bóklegt framlialdsnám 25% Verklegt framhaldsnám 30% Gagnfræðapróf 34% Skyldunám 36% HEILBRIGÐISMÁL 1/1998 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.