Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 29

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 29
Jóhannes Long Nikótín Sterklega vanabindandi Grein eftir Þorkel Jóhannesson Nikótín finnst í tóbaksplöntunni, Nicotiana tabacum, er upphaflega óx í Ameríku. Tóbak er misjafnlega unnin afurð tóbaksplöntunnar, og í því eru þúsundir efna auk nikótíns (sum efni í tóbaksreyk myndast fyrst þegar reykt er). Algengasta form tóbaks er reyktóbak og þar ber hæst sígarettur. Sígarettur eru háþróuð iðnaðarframleiðsla er fyrst tíðkaðist á nítjándu öld. Talið er að indíánar á eyjunum í Karabíska hafinu hafi þekkt öll form tóbaks nema sígarettur, þegar Kólumbus og félagar hans komu þangað 1492. Hreint nikótín, sem var fyrst unnið úr tóbaki á fyrri hluta nítj- ándu aldar, er fljótandi og er í óvönum einstaklingum meðal eitr- uðustu efna sem þekkjast. í reyktóbaki er venjulega 1-2% nikótín (ein sígaretta inniheldur um 15-20 mg af nikótíni og af því skila sér um 10% eða minna (um 1 mg) inn í blóðið á fáeinum mínútum). Á síðari árum hefur þó verið tilhneig- ing til þess að minnka þetta magn. Enda þótt magn nikótíns í reyk- tóbaki sé þannig tiltölulega mjög lítið er enginn vafi að án nikótíns þætti tóbak lítt eftirsóknarvert og nánast engir myndu leggja á sig að reykja það. Nikótín er þannig bein forsenda þess, að tóbak er reykt (eða notað á annan hátt). Með tilliti til skaðsemi tóbaksreykinga kunna önnur efni í tóbaki þó að skipta meginmáli, en reykingamenn verða að neyta þeirra með nikótíni, Iwort sem þeim líkar bet- ur eða verr. Nikótín hefur þá sérstöðu meðal ávana- og fíknilyfja og efna að það veldur ekki vímu og sjaldan fíkn, en er afar sterklega vanabindandi. Þá hefur nikótín þá sérstöðu (ásamt koffeini) að það er tiltölulega sjald- an notað hreint og margt af eitur- hrifum vegna tóbaksnotkunar er sökum annarra efna í tóbaki en þess. Enn og ekki síður hefur nikó- tín þá sérstöðu, að það kann að koma að haldi við hrörnunarsjúk- dóma í miðtaugakerfinu (Alzhei- mersjúkdómur, Parkinsonsjúkdóm- ur) og fleiri sjúkdóma. Við skulum virða þessi atriði fyr- ir okkur nánar. Örvandi áhrif Ef tilraunadýrum er gefið nikótín í hæfilegum skömmtum ber í fyrstu mest á örvun. Dýrin hreyfa sig meira, kanna umhverfi sitt með meiri áhuga en áður. Tilraunir með dýr benda einnig til þess að nikótín geti bætt minni dýranna. Svipað gerist í mönnum. í slíkum skömmt- um sést sömuleiðis greinileg örvun í margháttaðri líkamsstarfsemi (blóðþrýstingur hækkar, öndun örvast, hjartsláttur verður hraðari, samdráttur í innyflum eykst, slím- rennsli, munnvatnsrennsli og saltsýruseytrun eykst o. s. frv.). Eft- ir stærri skammta verða öll þessi einkenni meira áberandi. Myndi þá vera talað um (væga) eitrun. Ef enn stærri skammtar væru gefnir fer nikótín að hafa lamandi áhrif á þind, rifjavöðva og öndunarstöð í heilastofni og dauði af völdum nikótíneitrunar er því öðru fremur vegna öndunarlömunar. Reykingamönnum (að minnsta kosti vönum sígarettureykinga- mönnum) finnst að reykingar dragi úr syfju, auðveldi þeim að hugsa og leysa verkefni og gefi þeim vissa velllíðan. Reykingar valda einnig í þessum einstaklingum ró og slök- un, sem þó er mild í samanburði við róandi verkun af völdum etan- óls (áfengis) eða díazepams. Öll rök benda til þess að þessar verkanir megi rekja til nikótíns og þéttni þess í blóði sé ákvarðandi með til- liti til þeirra. Verkun nikótíns (eða tóbaksreyk- inga) er einnig mild að því leyti að hvorki breytist skynjun manna á umhverfi sínu né bregðast þeir öðru vísi við en venjulega. Enginn mun því með sanngirni geta sagt að reykingamaður sé „undir áhrif- um" eftir að hafa reykt eina eða fleiri sígarettur, eins og auðveld- lega kann að vera sagt um áfengis- neytanda. Nikótín er þannig ekki vímugjafi. Engu að síður er nikótín (tóbaksreykingar) sterklega vana- bindandi, eins og áður segir, og ár- angur af því að venja menn af tób- aksreykingum er lélegur, eða hefur verið svo til þessa, hverjum tiltæk- um ráðum sem hefur verið beitt. Algengt er að reykingamenn lýsi ásókn (craving) í sígarettur eða annað tóbak, og það leiði til þess að þeir reyki yfirleitt linnulítið allan daginn (um 20 sígarettur á dag) til þess að viðhalda hæfilegri þéttni nikótfns í blóðinu. Nikótín veldur ekki vímu og sjaldan fíkn, þrátt fyr- ir mikla ávanahættu. Alþjóða heil- brigðismálastofnunin skilgreindi fíkn árið 1969. Þessi skilgreining er víð og túlka sumir höfundar hana HEILBRIGÐISMAL 1/1998 29

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.