Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 25

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 25
grein olli að minni hyggju hvörfum í rannsóknum á príonsjúkdómum. Þótt þessi kenning hafi mætt mikl- um efasemdum og augljósri and- stöðu, sem var í fyrstu mjög hat- römm, þá hafði hún þau áhrif að frekari rannsóknir á eðli smitefnis- ins hlutu að taka mið af henni. Hverju hafa svo rannsóknir hans og annarra skilað til betri skilnings á smitefninu? Mikilvæg þekking sem bæst hefur við er að Prusiner og samverkamönnum tókst að sýna framá að menn og önnur spendýr hafa príongen. Þetta gen er mjög vel varðveitt og hefur t.d. 90% samsvörun í manni og mús. Það er tjáð í mörgum vefjum en ríkulegast í heila. Þetta vakti þá spurningu hvort príon gætu virki- lega verið orsök marvíslegra sjúk- dóma sem einkennast af heilabilun fyrst genið væri að finna í öllum spendýrum. Frekari rannsóknir hafa svo leitt í ljós að munurinn á eðlilega próteininu (PrPc, cellular) sem príon genið skráir fyrir og smitefninu (PrPsc, sc=scrapie) ligg- ur í mismunandi þrívíddargerð, það er að segja að smitefnið hefur aðra þríviddargerð en eðlilega Teikning gerð eftir NMR-mynd af þrívíddargerð eðlilegs príonpró- teins úr mús. Sýndar eru punkt- stökkbreytingar sem hafa verið tengdar arfgengum príonsjúk- dómum hjá mönnum. Rafeindasmásjármynd af smitefni (príon) úr heila riðukindar. Það er gert af tveim þráðum sem eru undnir í spíral. Myndin er stækk- uð 140 þúsund sinnum. próteinið, sem gerir það m.a. þolið fyrir próteinkljúfum. Ferillinn er því talinn vera, að smitefni (príon) sem berst í líkam- ann virki sem mót fyrir eðlilega próteinið og örvi bæði myndun þess og jafnframt ummyndun í smitefnið sem safnast smám saman fyrir í heilavef. Þegar það hefur safnast fyrir í nægilega miklum mæli, sem tekur alllangan tíma, veldur það skemmdum og síðar eyðingu á taugafrumum og sjúk- dómseinkenni koma fram eftir meðgöngutíma sem getur numið áratugum. Mikilvægt kerfi til að sannprófa þetta í dýrum voru erfðabreyttar mýs, þar sem príon genið hafði verið rofið. Það kom í ljós að þessar mýs sem vantaði eðli- lega próteinið (PrPc) voru ónæmar fyrir riðusmiti. Það hefur einnig verið sýnt fram á að tegundaþrösk- uldur, það er að segja hvort smit getur borist milli tegunda, byggist á því hversu mikil samsvörun er með príon próteinum. Þess ber að geta að enn eru ekki allir sannfærðir um að ekki séu um veiru að ræða, eða að minnsta kosti að eitthvað erfðaefni sé tengt smit- efninu. Umfangsmikilar rannsóknir hóps vísindamanna í Edinborg undanfarna áratugi með tilrauna- sýkingu með riðu í músum benda til þess að alltað 20 mismunandi stofnar geti verið til af smitefninu. Þetta er ein veigamesta röksemdin sem færð er gegn því að prótein eitt sér geti skýrt hinar margvíslegu birtingarmyndir riðu og skyldra mannasjúkdóma. Önnur er sú að einkenni hinna mismunandi riðu- stofna haldast óbreytt jafnvel þótt aðrar dýrategundir séu smitaðar með því. Hins ber þó að geta að til þessa hefur engum tekist að sýna framá erfðaefni í smitefninu. Rann- sóknir á príonsjúkdómum í mink- um, þar sem fram koma tvenns konar gjörólik mynstur klínískra einkenna með sama smitefni gefa þó vísbendingu um að stofnamun megi rekja til mismunar í eiginleik- um sama príonpróteinsins (PrPsc). Nú beinast rannsóknir Stanley Prusiner einkum að því að leita að öðrum próteinum í heila sem kynnu að bindast eðlilega prótein- inu (PrP) og hafa áhrif á ummynd- un þess í smitefnið (PrPsc). Stanley B. Prusiner hefur, auk HEILBRIGÐISMÁL 1/1998 25

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.