Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 27

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 27
Tómas Jór það sé mjög erfitt að draga hana í efa. Ég hef oftlega heyrt hann flytja mál sitt á ráðstefnum, áður fyrr svartbrýndan og dökkhærðan en nú gráan fyrir hærum. Þess má til gamans geta að á alþjóðaþingi taugameinafræðinga í Stokkhólmi árið 1986, á meðan öldur deilna um kenningu hans risu sem hæst, lenti ég í því að stýra fundi þar sem hann og helstu andstæðingar kenn- inga hans fluttu fyrirlestra. Það var aðeins röggsamri fundarstjórn (að sjálfsögðu) að þakka að fundurinn leystist ekki upp. í mínum huga er enginn vafi á því að Stanley B. Prusiner hefur verið leiðandi í rannsóknum á príonsjúkdómum. Það kom mér því ekki á óvart að hann hlaut Nó- belsverðlaun fyrir rannsóknir á þessu sviði. Að lokum skal þess getið að ríf- lega hálfu ári áður en hann hlaut þessa viðurkenningu, buðum við honum að halda erindi á ráðstefnu sem haldin verður í ágúst 1998 í til- efni 50 ára afmælis Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði að Keldum. Við vildum tjalda til því besta í heiminum á þeirri ráðstefnu þar sem meginviðfangsefnin verða hæggengir smitsjúkdómar, það er príonsjúkdómar og lentiveirusjúk- dómar en dæmi um þá síðarnefndu eru meðal annars visna og alnæmi. Það gladdi okkur mjög að hann þáði strax boðið, enda þótt Prusin- er væri þá þegar mjög eftirsóttur fyrirlesari. GuÖmundur Georgsson læknir er prófessor við læknadeild Háskóla ís- lands og forstöðumaður Tilraunastöðv- ar Háskóla íslands í meinafræði að Keldum. Hann hefur áður skrifað í Heilbrigðismál um Nóbelsverðlaun í læknisfræði. Laufey Tryggvadóttir og Jórunn E. Eyfjörð fá styrk til að rannsaka tengsl áhættuþátta brjóstakrabba- meins við sýnd stökkbreyttra brjóstakrabbameinsgena og við erfðabreytileika í ákveðnum ensím- um. Peter Holbrook og Helga M. Ög- mundsdóttir fá styrk til að rann- saka tjáningu á p53 próteini og stökkbreytingar í p53 geni í eðli- legri og sjúkri munnslímhúð. Sigríður Halldórsdóttir fær styrk til að rannsaka þjáningu kvenna með brjóstakrabbamein og upplif- un þeirra af umhyggju og um- hyggjuleysi. Sigurður Ingvarsson og Guðný Eiríksdóttir fá styrk til að leita að stökkbreytingum í E-cadherin geni í brjóstaæxlum. Stefán Þ. Sigurðsson, Eiríkur Jónsson og Jórunn E. Eyfjörð fá styrk til að rannsaka tíðni stökk- breytinga í krabbameinsbæligenun- um p53 og BRCA2 í íslenskum körlum með krabbamein í blöðru- hálskirtli og kanna tengsl við horf- ur. Þórunn Rafnar og Gunnar Bjarni Ragnarsson fá styrk til að rannsaka áhrif afbrigðilegra brjóstaþekju- frumna á eðlilegar T eitilfrumur. Næst verður auglýst eftir um- sóknum um styrki í ágústmánuði. Fyrstu styrkir úr Kristínarsjóði Nýlega voru í fyrsta sinn veitt- ir styrkir úr „Sjóði Kristínar Björnsdóttur, fyrrverandi starfs- manns Sameinuðu þjóðanna", en sjóðurinn er í vörslu Krabba- meinsfélags íslands. Fé úr sjóðn- um skal varið aðallega í þágu rannsókna á krabbameini í börn- um og unglingum, og til að- hlynningar krabbameinssjúkra barna. Stjórn sjóðsins ákvað að veita tvo styrki, samtals að upp- hæð 800 þúsund krónur. Guðmundur K. Jónmundsson og Jón R. Kristinsson, læknar á Barnaspítala Hringsins, fá styrk til að rannsaka langtímaáhrif meðferðar við krabbameini í æsku. Á undanförnum áratugum hafa framfarir orðið miklar og lífshorfur hafa batnað mikið. Sjúkdómsmeðferðin getur haft áhrif á vöxt og þroska, hormóna- jafnvægi og jafnvel félagslegar aðstæður. Athyglinni verður einkum beint að hvítblæði og heilaæxlum. Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna fær styrk til að efla núverandi starfsemi að Hvammi í Vatnsdal í Austur-Húnavatns- sýslu, en þar er rekið hvíldarat- hvarf fyrir langveik börn. Þor- steinn Ólafsson framkvæmda- stjóri Styrktarfélagsins tók við styrknum en hjónin á Hvammi, Gunnar Ástvaldsson og Þuríður Guðmundsdóttir voru viðstödd. Gunnar Ástvaldsson, Guðmund- ur Jónmundsson, Guðrún Jóns- dóttir formaður sjóðsins, Þuríð- ur Guðmundsdóttir, Jón Krist- insson og Þorsteinn Ólafsson. HEILBRIGÐISMAL 1/1998 27

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.