Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 26

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 26
rannsókna sinna á eðli smitefnisins, einnig unnið að rannsóknum sem hafa leitt í ljós að stökkbreytingar í príongeni eru orsök arfgengra príonsjúkdóma hjá mönnum, svo sem Gerstman-Stráussler-Scheinker og Fatal Familial Insomnia og arfgengra tilfella af Creutzfeldt- Jakob sjúkdómi. Það er athyglis- verð staðreynd að príonsjúkdóm- arnir geta bæði verið smitandi og arfgengir. Auk rannsókna á príonsjúkdóm- um hefur Prusiner einnig beint sjónum sínum að mjög algengri heilabilun, Alzheimersjúkdómi. Talið var að sá sjúkdómur kynni að vera smitsjúkdómur og töldu ýmsir hann til hæggengra smitsjúkdóma. Nú munu flestir horfnir frá þeirri skoðun. Hins vegar er ýmislegt líkt með vefjaskemmdum í Alzheimer- sjúkdómi og príonsjúkdómum, einkum útfelling próteina í heila sem mýlildi (amyloid) þótt prótein- in sem falla út séu af mismunandi gerð. Rannsóknir á príonsjúk- dómum kunna því að varpa ljósi á Alzheimersjúkdóm, sem er eitt mesta heilbrigðisvandamál nú á tímum. Ég vona að mér fyrirgefist þó að ég slái aðeins á persónulegar nótur í lokin. Ég hef mér til afbötunar að hafa lítið eitt fengist við riðu í sauð- fé og Creutzfeldt-Jakob sjúkdóm í ríflega aldarfjórðung. Það sem fyrst dró athygli mína að þessu nafni, Stanley B. Prusiner, var áðurnefnd grein í Science. Síðan hef ég fylgst allnáið með rannsóknum hans. Ég var lengi efasemdarmaður um kenningu hans en sýnist að hann og samverkamenn svo og aðrir vís- indamenn sem ýmist fylgdu þess- ari hugmynd eða voru á öndverð- um meiði hafi smám saman rennt undir hana svo mörgum stoðum að Styrkir úr rannsóknasjóðum Krabbameinsfélagsins: Athygli margra beinist að sameinda- erfðafræði og brjóstakrabbameini Úthlutað hefur verið tólf styrkj- um úr rannsóknasjóðum Krabba- meinsfélagsins að heildarupphæð 9,7 milljónir króna. Alls bárust fjór- tán umsóknir að upphæð 18,6 millj- ónir króna. Nú var úthlutað í tí- unda sinn úr Rannsóknasjóði Krabbameinsfélagsins. Fjögur verk- efni voru styrkt. Þá var úthlutað í áttunda sinn úr Rannsókna- og tækjasjóði leitarsviðs Krabbameins- félagsins. Átta verkefni voru styrkt. Eins og áður fjalla mörg þessara rannsóknaverkefna um sameinda- erfðafræði og athygli margra vís- indamanna beinist að brjósta- krabbameini. Gísli Ragnarsson og Sigurður Ingvarsson fá styrk til að rannsaka tap á arfblendni á litningi lp í krabbameinsæxlum. Guðný Eiríksdóttir og Sigurður Ingvarsson fá styrk til að bera sam- an úrfellingatíðni á styttri armi litn- ings 3 í mismunandi krabbameins- gerðum. Helga M. Ögmundsdóttir og Hilmar Viðarsson fá styrk til að rannsaka áhrif svonefnds milli- frumulags á vöxt og hegðun eðli- legra og afbrigðilegra þekjufrumna úr brjóstvef. Helga M. Ögmundsdóttir og Ágústa Þóra Jónsdóttir fá styrk til að rannsaka áhrif súrefnisskorts á mismunandi frumutegundir. Hrafn Tulinius og Jórunn E. Ey- fjörð fá styrk til að rannsaka hlut BRCA gena í nýgengi krabbameins. Aftari röð: Hrafn Tulinius, Stefán Þ. Sigurðsson, Peter Holbrook, Jón Gunnlaugur Jónasson, Sigurður Ingvarsson og Jón Þ. Hallgrímsson formaður Krabbameinsfélags Is- Kristján Sigurðsson og Jón Gunn- laugur Jónasson fá styrk til að meta svonefnda sérhæfingu brjósta- krabbameina sem greind hafa verið síðustu tíu ár. lands. Fremri röð: Laufey Stein- grímsdóttir formaður Vísindaráðs félagsins, Helga M. Ögmundsdótt- ir, Laufey Tryggvadóttir, Guðný Eiríksdóttir og Þórunn Rafnar. 26 heilbrigðismál 1/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.