Samtíðin - 01.05.1934, Blaðsíða 5

Samtíðin - 01.05.1934, Blaðsíða 5
SAMTÍÐIN 1. hefti 19 3 4 M A í Lesen du r Það er hugsjón allra góðra ís- lendinga, að íslenska hjóðin verði menningarþjóð, ekki að eins að nafni, heldur raunverulega, svo að hún eigi jafnan sæti á bekk með mestu menningarþjóðum. Til þess höfum við Islendingar andleg skil- yrði, sennilega í ríkum mæli, en efnaleg skilyrði höfum við af skornum skamti. Því veldur mann- fæðin. Smáþjóðirnar verða að rækja nálega jafnmargar menn- ingargreinar eins og stórþjóðirn- ar og hafa svipaða verkaskiftingu og þær. En vegna mannfæðar koma þá svo mörg' og þung' hlut- verk á hvern starfhæfan einstakl- ing, að framkvæmdin hlýtur að verða ófullnægjandi kák í mörg- um greinum. Þetta er erfiðasti farartálmi þjóðarinnar á menn- ingarbrautinni. Eina úrræðið til þess að ráða bót á þessu vand- kvæði er það, að finna í sem flest- um greinum gagnhugsaðar og hagkvæmar framkvæmda- a ð f e r ð i r, sniðnar sérstaklega eftir getu okkar og öllum aðstæð- um, en varast að fylgja í blindni öllum starfsháttum stærri þjóða, sem búa við önnur og betri menn- ingarskilyrði. Við verðum um- fram alt að gæta hagsýni um notk. un þeirra andlegu krafta, sem við eigum og hagnýting þess litla fjármagns, sem við ráðum yfir. Útgefendur þessa tímarits hef ja nú tilraun í þá átt, að gera útgáfu t í m a r i t a hagkvæmari en áður, en það er ein greinin i okkar menningarmálum, þar sem mikilla umbóta er þörf. Við eigum nú mikinn fjölda af smáblöðum og tímaritum, sem ýmsir samtakahópar gefa út til framdráttar sínum sérstöku áhugamálum. — Útgáfukostnaður þessara smáu rita er að jafnaði mjög þungbær, og þau flytja mik- ið af lesmáli, sem er ekkert annað en eyðufylling og kemur engum að gagni. Kaupendur eru oftast svo fáir, að þau ná lítið út fyrir hóp áhugamanna í sinni grein, enda þótt þau eigi erindi til al- mennings. Það segir sig sjálft, að hag- kvæmara væri um mörg þessi rit, 1

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.