Samtíðin - 01.05.1934, Blaðsíða 21
S AMTÍÐIN
sér grein fyrir, hve þungur hann
sé. Allt í einu standa þeir graf-
kyrrir og hlusta. Varðflokkur
fer framhjá skamt í burtu, og
ég sé, að enn eru sendir tveir
maurar til hjálpar. Svo taka þeir
allir á í einu og toga í stóra
bjálkann með hægum, jöfnum á-
tökum eins og sjómenn.
Mér kemur í hug, að bjálkann
eigi að nota til þess að gera við
skemdir, sem hlutust af jarð-
skjálfta. Guð einn veit, hve
margir iðnir, litlir verkamenn
lig’g'ja. sundurmarðir undir rúst-
um hinna föllnu húsa. Ég þori
ekki að spyrja, hvaða fáraafl það
var, sem lagði þetta stórvirki í
rústir, er byggt hafði verið upp
með svo miklu erfiði, því hver
veit, nema það hafi verið maður
á gangi, sem að gamni sínu tætti
í sundur mauraþúfuna með stafn-
um sínum, um leið og hann gekk
framhjá?
Og allar aðrar litlu verurnar,
sem ég veit ekki hvað heita, —
en ég athuga smáheim þeirra
með ánægju; þær eru líka sam-
borgarar í hinu mikla þjóðfélagi
alheimsins og rækja ef til vill
borgaraskyldu sína miklu betur
en ég.
Þannig lýkur, að maðurinn verð
ur agnarlítill, þegar hann liggur
kyr og horfir niður í grasið.
Að lokum finst mér, að ég sé
einungis maur, sem brýst gegn
um veglausan fenjaskóg með hina
þungu byrði lífs míns. Ýmist er
vegurinn upp í mót eða undan
fæti. En verkið skal vinna. Séu
bara til vinir, er rétta vilja
hjálparhönd, þegar hindranimar
virðast of miklar, brekkan of
brött og byrðin of þung, gengur
alt að óskum. En alt í einu fara
forlögin framhjá og velta öllu
um koll, sem byggt var upp með
svo löngu og ströngu erfiði.
Langt inni í veglausum skógin-
um brýst maurinn áfram með
þungu byrðina sína. — Ferðin
er löng, og enn er drjúg stund,
áður en dagsverkinu lýkur með
döggfallinu.
Langt ofar dagsins amstri og
önnum flýgur draumurinn á létt-
um gyltum vængjum.
Sigurjón Guðjónsson
frá Vatnsdal
þýddi.
Náttúruvernd.
Ljótur siður er það hjá fólki,
sem fer út í sveit sér til skemt-
unar og til þess að njóta nátt-
úrufegurðarinnar, að óprýða þann
stað sem það hefir dvalið á, með
því að skilja þar eftir upprifnar
blikkdósir, bréfarusl, flöskur og
glerbrot. Slíkt er ófyrirgefanlegt.
Hver maður, sem auga hefir
fyrir fallegu landslagi og nýtur
þess að vera á fögrum stað,
fordæmir slíkan trassaskap. Að
koma á stað, þannig útleikinn,
er ömui-legt, hversu fagur sem
staðurinn annars er.
17