Samtíðin - 01.05.1934, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.05.1934, Blaðsíða 17
búnari á svip en hin, og féllu ekki eins vel inn í þeirra stíl. En hér var úr vöndu að ráða. Náttúran hefir gert landið okkar þannig úr garði, að steinsteypan er eðlileg- asta og hagkvæmasta byggingar- efnið. Við eigum enga skóga til bygginga, og múrsteinasmiðjur eigum við heldur engar. En við eigum nóg af grjóti, nóg af möl og sandi. Steinsteypan hlaut því að verða byggingarefnið okkar. Og þá kom Funkis. Steinsteypu- stíll hefir hann verið kallaður af sumum hér á landi. Nafnið er gott að því leyti, sem hann nær til byggingarlistar. Funkis hlýtur að eiga erindi til þjóðar, sem byggir nær eingöngu úr steinsteypu, og hann hlýtur að eiga erindi til þeirra, sem hafa lítil efni á því að leggja fé í yfirborðsskraut. Sumir halda því fram, að Funkis sé aðeins stundar tíska, sem muni hverfa eins skyndilega og hann kom. Ef menn athuga uppruna hans, er þó auðsætt, að svo mun ekki fara. 1 Þýskalandi hefir þó gætt andúðar gegn stefnunni undir hinni nýju stjórn, sem sér- staklega lagði áherslu á alt það, sem þjóðlegt mátti kallast, en Funkis er, eins og menn vita, al- þjóðaeign. Þetta bendir því ekki á straumhvörf í þessum efnum, nema í svip í Þýskalandi, og í engilsaxneskum löndum breiðist Funkisstefnan út hægt og stöðugt. Ég hefi með þessum fáu orð- um haldið Funkis nokkuð fram. Það má þó ekki skoðast svo, að ég sé á móti öðrum stefnum í iðn- aði og byggingarlist. Hinar gömlu stefnur hafa fjölmargt til síns ágætis og eiga næstum óteljandi listaverk, hver á sínum sviðum. En þær voru fyrst og fremst stefnur sinna tíma og mótaðar af hugsunarhætti þeirra, og þess- vegna má telja eðlilegt, að þær víki að einhverju leyti til hliðar fyrir hinum nýja tíma. 13

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.