Samtíðin - 01.05.1934, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.05.1934, Blaðsíða 11
unum um meðferð Lofts á stúlk- unum tveimur er ekki lítil. Ég hefi bent á það, að ýmsir drættir í þessari sögu bera þess merki, að þjóðin hafi verið komin hættulega nærri því að glata sjálfri sér, þ. e. hún var að missa trú á sinn eigin innri mátt og leitaði sér því afþreyingar í fá- nýtum máttardraumum. En vita- skuld væri hér ekki nemá hálf- sögð saga, ef þess væri ekki minst, að það er til annar streng- ur í galdramannasögunum, sem þessu er næsta ólíkur. Það er sá leikur hugsunarinnar, sem kemur fram t. d. í sögunum um Sæmund fróða, sem var næsta handgeng- inn Kölska, en lék sér að lionum. Sæmundur gekk, eins og kunnugt er, í Svartaskóla. En yfir dyrum þeirrar stofnunar var ritað: „lnn máttu ganga, töpuð er sálin“, en því fór fjarri, að Sæmundur tap- aði henni. Hann bar hærri hlut í öllum viðskiftum, svo sem eftir- minnilegast er frá sagt í sögunni um fjóshauginn. Sagan um það, hvemig hann bjargaði Kálfi Árna- syni, er ágætt sýnishorn af þess- um sögum. Hún er örstutt og á þessa leið: „Þegar Kálfur Arnason var í Svartaskóla, er það sagt, að hann hafi gefið sig Kölska. En þegar hann var kominn aftur til íslands, vildi hann fyrir alla muni losast við þetta loforð sitt, en vissi ekki, hvernig hann ætti að fara að því. Hann tekur það þá til ráðs, að hann fór að hitta Sæmund fróða og biður hann að ráða úr þessu vandræði sínu. Sæmundur réði honum, að hann skyldi ala tarf- kálf og nefna hann Árna, síðan skyldi hann ala annan kálf undan þessu nauti, og kalla hann Kálf, og „sé það Kálfur Árnason“. Kálfur gerir þetta, sem Sæmundur hafði honum ráð til kent. En nokkru eftir kemur Kölski og segist vilja fá Kálf Ámason. Kálfur segir, að svo skuli vera: tekur hann þá kálfinn, er hann hafði alið, fær hann Kölska og segir: „Þama hefir þú Kálf Árnason“. Kölski gat, ekki gengið á móti því, en þótti ekki haldið við sig loforðið, og varð þó að láta sér það líka, að hann hafði ekki meira af Kálfi Ámasyni, er dó í góðri elli“. Hér er ekki voði á ferðinni, heldur leikur. Því hefir eitt sinn verið haldið fram af einum ritfær- um manni, að hin smánarlega meðferð, sem Kölski sætti jafnan í viðureigninni í sögunum um Sæ- mund fróða, hafi stafað af því, að þegar hræðslan hjá fólkinu við djöfulinn hafi náð vissu stigi, þannig að menn þóttust hans al- staðar verða varir, og héldu hann sitja í daglegu launsátri fyrir sér, þá hafi þeirra síðasta vörn ver- ið að svívirða hann og semja sög- ur honum til lítilsvirðingar. Væri þetta rétt skýrt, þá væri hér um það að ræða, sem sálarfræðingar nefna „defence mechanism“ eða dulbúna vöm hugans. En mér 7

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.