Samtíðin - 01.05.1934, Blaðsíða 10
S AMTÍÐIN
mönnum miklaðist böl sitt svo
mikið, að þeir gátu ekki skýrt það
fyrir sér á aðra lund en þá, að
hin verstu öfl og illvættir stæðu
að baki þeirn, heldur brýst þorst-
inn eftir mætti og valdi fram í
óskinni um að komast í samband
við þessar illvættir og fá þær í
lið með sér.
Eins og ég hefi minst á, þá e’-
galdratrúin sameiginíeg öllum
Norðurálfubúum á þessu tímabili.
En sú trú hefir látið eftir sig dá-
lítið aðra tegund af minnisvörð-
um með íslenzku þjóðinni en ann-
arsstaðar. Vér þekkjum galdra-
trúna af æfintýralegum sögnum
um einstaka, ákveðna, sögulega
menn, sem þjóðin festi augun á
og gerði að persónugerfingum
þessarar trúar. Mjög lítið er um
slíkar sagnir meðal annax-a þjóða,
eftir því sem mér hefir skilist.
Undantekningar eru eins og sögn-
in um Faust, sem Goethe gerði
ódauðlega. En það stendur vafa-
laust í sambandi við hina óvenju-
legu skáldgáfu íslendinga, að
þeirra trú fær þennan búning, sem
raun hefir á orðið um skáldskap-
inn og hina landlægu list að segja
sögu. Og hámarki sínu nær þessi
tegund af frásögum í sögunni um
Galdra-Loft.
Ég hefi þegar bent á, hve
ímyndunaraflið í sögu Lofts er
hamslaust og voðalegt. Maður
hefir veður af botnlausum raun-
um bak við frásöguna. Þjóð, sem
setur þetta saman, er búin að
6
spenna hverja taug, þar til hún er
komin að því að bresta. Sagan
er ákaflega miskunarlaus við
Loft, en þótt þjóðin sé andstæð
Lofti, þá dylst það ekki, að bak
við frásöguna eru margvíslegir
þankar og mikil umhugsun um
það, að gaman væri að hafa þetta
vald, sem Loftur sótti eftir. „Guð
er stundum svo langt í burtu“,
lætur Jóhann Sigurjónsson Stein-
unni segja í leikritinu um þetta
efni. Það er áreiðanlegt, að mönn-
um á átjándu öld fanst stundum
sem allar hollvættir og góð mögn
hefðu falið sig fyrir þeim og þá
sveið í lófana eftir að kaupa magn
og þrótt með því að selja sig ill-
vættum. Og sökum þess, að menn-
irnir hafa því nær ótakmarkaða
hæfileika til þess að ljúga að
sjálfum sér, þá 'þögguðu þeir
raddir samviskunnar með því að
telja sér trú um, að hið illa vald
mætti nota til góðs. Þetta hafa
flestir valdasjúkir menn gjört frá
upphafi tímanna. Það er svo sem
ekki sjálfs sín vegna, sem valda-
gráðugir menn siga æskumönnum
í ófrið og styrjaldir — það er fyr-
ir föðurlandið. Mönnum verður
aldrei skotaskuld úr því að finna
einhverja svokallaða hugsjón til
réttlætingar eigingjörnum hvöt-
um sínum. Og það er vegna þess,
að bak við söguna um Loft er
þorsti máttvana manna eftir
þrótti, sem sagan er grimtn.
Grimd er ávalt fyrst og fremst
sjúkdómur. Og grimdin í frásög-