Samtíðin - 01.05.1934, Blaðsíða 24

Samtíðin - 01.05.1934, Blaðsíða 24
S AMTÍÐIN glæpi næst, heldur er höfuðglæp- ur og sjálf syndin á móti andan- um: að keyra stafsetninguna áratugi og aldir aftur á bak, að leggja hana í nýjar viðjar löngu dauðra lögmála, að gera stafsetn- inguna svo þunga, að það er full- yrt, að ekki séu til í öllu landinu nema 5—10 menn, sem séu nógu lærðir til þess að geta notað hana. Kínverska stafsetningin, sem nú er lögð á herðar lítilla barna um alt þetta land, eins og óbæri- legt ok, er í aðra röndina einskon- ar barnagull. En ekki fyrir lítil börn. Því að til er tvennskonar barnaskapur; annað er hinn ynd- islegi barnaskapur æskunnar, hitt er hinn dapurlegri bai’naskapur farlama visku og hins dáðlausa dundurs við gagnslausa þekkingu. 1 öllum fræðigreinum, og þó hvergi fremur en í málfræði, verða leiðirnar jafnan tvær, og tvennskonar viðfangsefni mann- anna. Sumir sjá aldrei annað en hratið og hismið á lífsins tré. Margir „lærðir“ málfræðingar eiga hér um bil þessa sögu: Fyrst læra þeir málið fyrir guðs náð, eins og önnur börn; síðan kemur „lærdómurinn“ til. Fyrst hætta þeir að sjá nema orðin ein, út af fyrir sig; þeir komast enn lengra og hætta að sjá nema sundurlausa stafina; loksins sjá þeir stafkrók- ana eina. Þá er verkið fullkomn- að. Þannig er kínverska staf- setningin tilkomin, bæði í Kína og á íslandi. 20 Kínverska stafsetningin, sém nú er valdboðin í þessu landi, er einskonar leikfang fyrir öi'vasa börn. Hún er einskonar hjásetu- kofi fyrir þá, sem vilja tína lambaspörð úti á eyðiheiðum dauðrar visku. Þó að einhverjir góðir menn hafi einnig lagt hönd að þessari illu smíð, þá er það ekki annað ólán, sem hefir hent þá. Verkið getur ekki orðið betra en efni stóðu til. Þeir hafa bygt úr spörðum, og þeir hafa hugsað í spörðum. Látum hina „lærðu“ eiga sín leikföng. Látum þá skrifa z og z með krók eða z með tveim krók- um, ef þeim er það ánægja. Lát- um þá skrifa minst, minnst, minntst eða minnzt, alt eftir vild sinni. Látum þá leita sinnar eigin sáluhjálpar í lögmáli stafkrók- anna. En drottinn forði okkur frá að gera þeim það til geðs til lengdar, að senda alla æsku lands- ins og hvert heilvita mannsbarn út á öræfi grúskaranna til þess að tína lambaspörð. Kínverska stafsetningin er ekki við hæfi vaxandi og starfandi þjóðar, og ekki við hæfi gróandi m'áls. Þeir, sem illu heilli leiddu hana hér í kórinn, um stundar sakir, hafa í því efni snúið höfð- inu á bak aftur, ekki séð eða hirt um samtíðina né framtíðina. En dauðinn fer í spor kín- versku stafsetningarinnar, og dauðinn fer þegar á hana sjálfa. Fyrsta ritið, sem tók upp þessa

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.