Samtíðin - 01.05.1934, Blaðsíða 8
S AMTÍÐIN
kominn að sækja um prestsem-
bætti. En áður en aðþvíkæmi, varð
hann sturlaður, og sýndi brjálsemi
hans sig í því, að hann örvænti
um' sáluhjálp sína og taldi víst, að
hann fengi ekki umflúið hinn ei-
lífa kvalastað. Þessi hræðsla hefir
vafalaust staðið í sambandi við
hjátrú hans um það, að hann
væri raunverulega galdramaður.
Sennilega hefir hann verið vel viti
borinn að eðlisfari. Að minsta
lcosti hefir Þormóður í Gvendar-
eyjum, sem var skáldmæltur mað-
ur og hygginn og einnig talinn
rammgöldróttur,haft dálæti áhon-
um. Loftur dvaldi um tíma hjá
honum, áður en hann fór í skóla,
og þá hefir hann vafalaust drukk-
ið í sig ásetninginn um að nema
galdur. En eftir brottför Lofts
kvað Þormóður þessa látlausu og
sennilega einlægu vísu :
Á hugann stríðir ærið oft
óróleiki nægur,
síðan ég misti hann litla Loft,
er löng mér stytti dægur.
Hannes Þorsteinsson telur sannar
sagnir vera fyrir því, að Loftur
hafi, ásamt þremur skólabræðrum
sínum, stolist inn í Hólakirkju á
náttarþeli; hafi það verið ásetn-
ingur þeirra, að vekja með sær-
ingum upp forna biskupa og nema
af þeim galdur. En þeirri för lauk
svo, að þessir efnilegu námsmenn
urðu sjálfir nærri vitstola af
og flýðu felmtraðir heim. Og um
4
og flýðu felmraðir lieim. Og um
Loft er það að ininsta kosti sýni-
legt, að hann hefir aldrei náð sér
aftur og lést hann á unga aldri.
Út af þessujn smávægilegu at-
vikum hefir þjóðin smíðað þessa
rammefldu galdrasögu, sem senni-
lega á sér ekki líka í þjóðsögn-
um annarsstaðar.
Nú er það kunnara en frá þurfi
að skýra, að yfirleitt er merkileg-
ur skyldleiki með þjóðsögnum
ýmissa landa. Sérstaklega verður
það sagt um æfintýrasagnirnar,
að mjög mikið af þeim er alþjóða-
eign. Stundum eru æíintýrin bygð
á einhverjum sögulegum atburð-
um, en stundum eru hreinir hug-
arórar í söguformi sameiginleg
eign svo fjarskyldra þjóða eins og
jafnvel Araba og íslendinga. Eitt
frægasta dæmið um sameiginleg
æfintýri, sem reist eru á einhverri
sögulegri undirstöðu, eru sagnirn-
ar um Sigurð Fáfnisbana eða Nifl-
ungasögurnar, sem eiga rót sína
að rekja til innrásar Húnanna inn
í menningarlönd Evrópu á 4. öld.
Þær sögur eru til í allskonar bún-
ingum alla leið sunnan úr Búlg-
aríu, upp með öllum Dónárdaln-
um, norður yfir Þýskaland og út á
ísland. Alstaðar er sami sögu-
kjarninn, en hver þjóð setur sinn
stimpil á frásagnirnar. En einmitt
þegar þess er gætt, hversu mikið
er sameiginlegt um þjóðsagnir ná-
skyldra og fjarskyldra landa, sem
beinlínis virðist bera þess vott,
hve mannsandinn sé jafnan sam-