Samtíðin - 01.05.1934, Blaðsíða 19
S AMTÍÐIN
gengnr laus, enda ekkert undar-
legt við það.
Ég átti einu sinni heima á Is-
chía um tíma, og þar var asm
besti kunningi minn. Það voru ör-
lögin, sem leiddu okkur saman.
Ég hafði tekið mér aðsetur í
litlu bátaskýli niður við höfnina,
og asninn var nági’anni minn.
Mér var ómögulegt að sofa í
hinu drungalega herbergi á hótel-
inu, og ég tók með ánægju tilboði
Antoniós vinar míns, að dvelja í
svala bátskýlinu hans niður við
höfnina, meðan hann stundaði
fiskiveiðar í Gaetaflóanum. Ég
lifði eins og blóm í eggi og bjó
mér til ágætan mat innan um
pottana og netin í skýlinu.
Ég oi-ti löng ástarljóð til hafs-
ins og sat klofvega á bátskili,
meðan ég var að bví. Þegar
kvölda tók og rökkvaði í bát-
skýlinu, lagðist ég til hvíldar í
bólið mitt' og breiddi segl yfir
mig, en minninguna um hamingju-
saman dag hafði ég fyrir kodda.
Ég sofnaði við báruniðinn og
vaknaði í dögun. Á hverjum
morgni kom gamli asninn, ná-
granni minn, til mín.
Hann stakk höfðinu, hátíðlegur
á svip, inn um opnar dymar og
starði á mig. Ég varð altaf for-
viða á því, að hann skyldi standa
svona kyr og stara á mig, þar
sem ég lá. Ég get ekki fundið
nokkra aðra skynsamlega skýr-
ingu á framkomu hans en þá, að
honum hafi fundist ég fallegur og
snotur á að líta. Ég lá hálfvak-
andi og horfði á hann — mér
fanst hann líka vera fallegur.
Hann minti á gamla konu á
fjölskyldumynd, þar sem hann
stóð við dyrakarminn með grátt
höfuð, en heiðbláan himinn sumar-
morgunsins að baksviði. Úti birti
æ meir, smábárumar byrjuðu að
glitra. Svo skein sólargeisli beint
framan í mig, ég þaut á fætur,
og bauð bláum Neapelsflóanum
góðan daginn. Ég hafði ekkert að
gera allan daginn, en vesalings
asninn átti, eða svo hafði verið
ákveðið, að vera að þræla fram á
miðjan dag uppi í Caramicciola.
En þegar hér var komið, vorum
við orðnir svo samrýndir, að ég
útvegaði annan í staðinn fyrir
hann, og svo ráfuðum við, glaðir
og áhyggjulausir, allan daginn
eins og reglulegir flækingar um
þær götur, er verkast vildi.
Stundum var ég á undan, og asn-
inn smábrokkaði á eftir mér,
stundum var hann á undan og
hafði sett sér eitthvert ákveðið
mark fyrir ferðina, og þá elti ég
auðvitað.
En allan tímann athugaði ég
vandlega þessa skemtilegu per-
sónu, sem ég hafði kynst á svo
óvæntan hátt, og það var orðið
langt síðan ég hafði verið með
svo skilningsnæmum og skemti-
legum félaga. Mér hefði þótt gam-
an að segja miklu fleira um
þetta, en hinar eiginlegu, sál-
fræðilegu bollaleggingar verða ef
15