Samtíðin - 01.05.1934, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.05.1934, Blaðsíða 14
SAMTÍÐIN F U N K I S Maðurinn er altaf að byggja. Hann er altaf að leita, altaf að leita að einhverju, sem er betra, sem er traustara eða fegurra. 0g hann er líka altaf smámsaman að finna. Stundum er það varanlegt, stundum er það aðeins til stund- ar hagnaðar eða gamans. Þó er fátt svo varanlegt, að það standi ekki til bóta eða breytinga, eða að annað geti komið, sem standi því fyrra svo miklu framar, að það verði að víkja. — Kynslóðin, sem núna lifir, liefir varið mikl- um tíma til leitar. Við höfum þess vegna séð meiri breytingar á ýmsum sviðum en fyrirrennarar okkar. 1 þessari grein ætla ég að- eins að minnast lítillega þeirrar nýbreytni, sem sérstaklega hefir birst í húsagerð síðari tíma og kunn er orðin hér á landi, bæði af húsum, sem bygð hafa verið í hinum „nýja stíl“, og eins af um- tali og bókum. Funkis, eins og þessi stíll er yfii'leitt kallaður á Norðurlöndum, er ekki nein venjuleg uppfynding, sem hægt er að kenna við sérstakan mann. Hann varð til svo að segja sam- tímis á mörgum fjarlægum stöð- um og án þess að samband væri þar á milli. Þó á Funkis mest að 10 EFTIR PÓRI BALDVINSSON þakka frönskum manni, sem þektur er undir nafninu Le Cor- busier, en hann er byggingameist- ari og rithöfundur og var framan af ötulasti boðberi stefnunnar. Stílbreytingar á sviði bygging- arlistarinnar hlutu að koma. Þær voru eðlileg afleiðing nýrra við- fangsefna. Jámbenta steinsteyp- an gaf möguleika, sem áður voru óþektir. Stórhýsi nýja tímans, iðnaðar- og verslunarhúsin, gerðu nýjar, áður óþektar kröfur. Forngríska byggingarlistin varð til og dafnaði í sambandi við hof og skurðgoðadýrkun. Gotneski stíllinn fékk kraft sinn og sköp- unarmöguleika frá hinni kaþólsku kirkju miðaldanna. Renessance og Barock urðu til í sambandi við hirðlíf og hallir konunga og fursta. Funkisstefnan er fóstur- bam stóriðjunnar. Hún fór fyrst verulega að láta á sér bera eftir stríðið. Hún var bygð á raunsæj- um, „materialistiskum“ grundvelli og féll því vel inn í þann hugsun- arhátt, sem fólkið vildi tileinka sér. Funkisstíllinn var yfirleitt látlaus. Hann var hreinn og sterk- ur. Þar var ekkert yfirskyn, ekk-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.