Samtíðin - 01.09.1934, Side 14

Samtíðin - 01.09.1934, Side 14
ui* bokmentm oa is in Það vai' önnur saga, sem kom til greina við úthlutun áður- nefndra verðlauna í þetta sama skifti, og munaði minstu að hún hlyti jafn mörg atkvæði og „Úlf- arnir“. Hún heitir því kynlega nafni „Voyage au bout de la nuit“ eða „Ferðalag á enda næt- ur“ og er eftir franskan spítala- lækni, Ferdinand Céline að nafni. Kunnugir segja, að hún sé að nokkru leyti sjálfsæfisaga. Og sé svo, — eins og alt bendir til — er ástæða til að furða sig á, hve einhliða lífsreynslu maður sá hefir öðlast af flestu því auðvirðileg- asta, saurugasta og glæpsamleg- asta framferði, sem yfirleitt er hugsanlegt að geti átt sér stað meðal „siðaðra" manna. Vel mætti ímynda sér, að frásögur sem þessi væru upprunalegar fyrirmyndir þeirra sérviskulegu, þröngsæu og dónalegu ádeila á viss fyrirbrigði íslensks þjóðlífs, sem sum af yngri 12 FRANSKAR BÆKUR - I. slcáldum vorum hafa sjúka til- hneigingu til að hampa framan í lesendur sína — og það því frem- ur, sem slíkar bókmentir eru engin ný framleiðsluvara á heims- markaðnum, heldur voru einmitt í sem mestum blóma um 1900, þegar Pierre Louys gaf út „Æfin- týri Pausoie konungs“. En það er þó aðgætandi, að í þeirri frásögu, sem hér um ræðir, er sjálf sögu- hetjan að mörgu leyti geðþekk, meðal annars af því, að hún ger- ir sér ekki leik að því að afskræma frásögn sína með móðursjúkri löngun til að færa alt til verri veg- ar. Og ekki er laust við, að rofa sjái fyrir nýjum degi í sögulok, eftir hið óhugnanlega ferðalag í gegn um náttmyrkrið. Efni sög- unnar — æfintýri höfundarins í stríðinu 1914—18, í nýlendum Frakka í Afríku, í París, sem stú- dent við læknaskólann, praktiser-

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.