Samtíðin - 01.05.1935, Síða 5
SAMTÍÐIN
Maí 1935 Nr. 12. 2. árg., 4. hefti.
MeS þessu hefti SAMTÍÐARINNAR tekur Sigurður Skúlason
magister við ritstjóm hennar. — Vinsældir SAMTÍÐARINNAR auk-
ast nú meS hverju nýju hefti, og færir þaS oss heim sanninn um það,
að menn kunna vel við tímarit í þessu formi. Vér treystum því, að tala
áskrifenda vorra aukist nú hröðum skrefum, og að menn telji það góð
kaup, að fá árlega 320 blaðsíður af fræðandi og skemtandi efni fyrir
einar 5 k r ó n u r. Hver nýr áskrifandi stuðlar að því, að SAMTÍÐIN
megi vaxa og viðgangast. — Viðvíkjandi aðsendu efni viljum vér taka
þetta fram:
SAMTÍÐIN ræður yfir mjög takmörkuðu rúmi. Því er það allmikl-
um vandkvæðum bundið að taka upp mikið af aðsendu efni. Þó erum
vér þakklátir fyrir það, að oss séu sendar til álita s n j a 1 1 a r, stuttar
smásögur og örstuttar ritgerðir. Nokkur ritlaun munum vér að sjálf-
sögðu greiða fyrir það lesmál, sem vér beinlínis fölumst eftir. En að svo
stöddu munum vér ekki greiða ritlaun fyrir aðsent efni, sem 033 er
sent óbeðið.
Alveg nýlega Kefir SAMTÍÐIN sent áskrifendum úti á landi tilkynningu um,
aS askriftargjaldiS vœri falliS í gjalddaga, og tilmæli um aS senda greiSslu í póst-
ávísun hiS fyrsta. NokkuS margir hafa þegar sent greiSslu, en þeir eru fleiri, sem
eiga þaS eftir. BiSjum vér þá, sem ekki hafa enn gjört þaS, aS muna eftir því nú
um mánaSamótin.
SAMTIÐINNI er sérstök ánægja aS því aS geta birt í þessu hefti kvæSi eftir
skáldkonuna Jakobínu Johnson, sem frúin orti á leiS heim til íslands.
Sagan Sannleikurinn er eftir sænska rithöfundinn Gertrud Lilja. Hún hefir rit-
aS nokkrar skáldsögur, en mun vera lítt þekt hér á landi enn sem komiS er.
Merkileg grein er þýdd úr þýsku læknatímariti um áhrif tilbúna áburSarins á
jarSveginn, og hættu þá, sem kann aS stafa af of mikilli notkun hans.
Allmargar aSrar greinar eru í hefti þessu, svo og bókaskrár o. þ. h. eins og
aS undanförnu.