Samtíðin - 01.05.1935, Síða 9
SAMTÍÐIN
7
GERTRUD LILJA:
SANNLEIKURINN.
Sonja litaðist um. í veitingasalnum
voru ekki aðrir en hún, Helga og
nokkrir þjónar, og ef til vill einn
gestur, því að henni heyrðist skrjáfa
í dagblaði inni í einni stúkunni.
Þeim var borinn matur, og þær
byrjuðu að borða.
— Ég sá Rolf Gillner á götunni,
rétt áður en ég mætti þér, mælti
Helga til þess að láta það eitthvað
heita.
— En hvað það hefur hlotið að
vera gaman! ansaði Sonja háðslega.
— Hann er laglegur, en hann er
líka alþektur kvennabósi.
— Alþektur? — Ég held fremur
óþektur.
— Ég held, að honum sé vorkunn.
-----Konan hans var nú ekki sem
best. Hún tók börnin þeirra, þegar
þau skildu, og nú elur hún þau upp
við hatur til föður þeirra. Það er
sagt, að honum hafi þótt mjög vænt
um börnin, og víst ér um það, að
hann var þeim ágætur leikbróðir, því
að hann var þess háttar maður, sem
börn eru hænd að og hlýða . . .
— Hann er enginn siðferðispost-
uli, svo að það er engin furða, þó að
börn, sem eru mestu ólátabelgir frá
því að þau fæðast, sjái ekki sólina
fyrir honum.----------En ég efast
um, að hann hafi haft nokkurn tíma
til að sinna þeim.
— Vegna kvennamála sinna, átt þú
við? Ég efast nú um, að svo mikið
kveði að þeim---------
— Ef þú talar við kvenfólk, sem
þekkir hann, þá muntu fá að heyra:
Rolf Gillner? Hann er andstyggileg-
ur! — Rolf Gillner? Hann er sví-
virðilega nærgöngull!---------Rolf
Gillner? Hann, sem altaf situr í veit-
ingahúsunum með sand af kvenfólki
í kringum sig.--------Ég man ekki
til þess, að ég hafi heyrt nafn hans
nefnt öðruvísi en í sambandi við
kvenfólk.
— Það er ekki víst, að þetta stafi
af grunnfærni — ef til vill er hann
að leita að einni sál.
Sonja hló.
— Að einni sál? Hvað skyldi hann
ætla að gera við hana?
— Það er einkennilegt, mælti
Helga, — að þú, sem ert vön að finna
eitthvað gott í fari allra manna, skul-
ir ekkert nýtilegt sjá í fari Rolfs
Gillners.
— Það er sjálfsagt vegna þess, að
ímyndunarafli mínu eru takmörk
sett.
— Heldurðu, að hinir séu betri?
— Hinir hverjir?
— Þeir menn, sem hanga í hjóna-
bandinu af eintómri hagsýni. Karl-
menn eru yfirleitt mestu bleyður, og
auk þess hégómlegir. Ef maður geng-
ur að eiga skækju, þá er hún honum
heilög. En ef önnur kona fer að