Samtíðin - 01.05.1935, Qupperneq 10
8
SAMTÍÐIN
elska hann í saklausri einlægni, leik-
ur hann sér að því að draga hana á
tálar, enda þótt honum þyki nú vænt
um hana. Taki konan hans, sem hon-
um þykir ekkert vænt um, upp á því
að gerast honum ótrú, ætlar hann al-
veg vitlaus að verða. En hann lætur
sér fremur fátt um það finnast, þó að
sú kona, sem hann elskar, en er ekki
gift honum, bregðist honum, því að
þá þurfti hégómadýrð hans ekki að
óttast almenningsálitið. — — —
Konur eru mjög hugrakkar, þegar á
það reynir, að þær þurfa að viður-
kenna ást sína til einhvers manns.
Karlmenn eru fjarska hugrakkir,
þegar þeir eru að þræta fyrir það,
að þeir elski ástmeyjar sínar. Og
blessuð börnin, sem getin eru utan
hjónabands, þessir vesalingar; ekki
er þeim til mikils að treysta feðrum
sínum. Hjónabandsbörnin ein, og
önnur ekki, megna að vekja hátíð-
lega föðurást hjá karlmanninum. Hjá
konunni lúta öll þægindi í lægra haldi
fyrir heilbrigðri eðlishvötinni, og
venjulega leggur hún óskilgetna
barnið að brjósti sér, þegar faðir
þess sver fyrir, að hann eigi það . . .
— Heldurðu nú, að Rolf Gillner sé
einhver heilagur engill í samanburði
við þessa menn?
— Það var ég ekki að segja. Ég
var að tala um þessi efni alment. En
hver sem vill má draga þá ályktun,
að Rolf Gillner sé ekki betri en þeir
menn, sem virðast skárri en hann.
Ég álít, að Rolf Gillner sé eftir-
tektarverður maður, hélt Helga
áfram, — þó að ekki sé nema vegna
þess, hve afskaplega hann er ein-
mana.
— Einmana, innan um allan þenn-
an aragrúa af kvenfólki, sem þyrp-
ist að honum?
— Já, einmitt innan um þær allar.
Hefurðu ekki veitt því athygli, hve
mikill einstæðingur hann er? Sérhver
dráttur í svip hans, sérhver hreyfing
hans og bros ber vott um einstæð-
ingsskap hans.
— Þú gleymir einu, mælti Sonja.
— Til þess að menn séu einmana,
verða þeir að uppfylla eitt skilyrði.
— Hvaða skilyrði er það?
— Þeir verða að hafa mannlegar
tilfinningar.
—- Hver segir, að hann hafi ekki
mannlegar tilfinningar ?
— Ég! ansaði Sonja skýrt og skor-
inort.
Það varð stutt þögn.
— Hvað hefur hann annars gert á
hluta þinn? spurði Helga að lokum.
— Ekkert, ég get ekki sagt, að ég
þekki hann, mælti Sonja og ypti öxl-
um.
Þær voru búnar að borða. Helga
leit á klukkuna og spratt á fætur.
—- Ég má ekki vera að því, að
drekka kaffi. — — — Verður þú
eftir?
— Já, ég verð eftir og fæ mér
kaffisopa.
Nokkrir gestir höfðu komið inn og
sest langt frá borðinu, sem Sonja sat
við. Þjónn nokkur gekk fram og aft-
ur um salinn og hélt á bakka; hann
hafði sint manninum, sem sat inni í
stúkunni skamt frá Sonju. Nú var
hann áreiðanlega að drekka kaffi eins
og hún.
— Hvers vegna afneitaði ég Rolf
Gillner? hugsaði hún með sjálfri sér