Samtíðin - 01.05.1935, Side 18

Samtíðin - 01.05.1935, Side 18
16 SAMTÍÐIN HVER Á AÐ BORGA? Sú var tíðin, að það þótti ganga mannsmorði næst að bjóða stúlku í veitingahús eða leikhús og stinga upp á því, að hún borgaði veiting- arnar eða skemtunina að sínum hluta. Það er líka enn þá fátítt á Norðurlöndum, að karlmenn leyfi sér slíkt við kvenfólk yfirleitt. En þegar kemur lengra suður á bóginn, til Þýskalands, Austurríkis og ítalíu, er annað uppi á teningnum. Þar þyk- ir það nú á dögum jafnsjálfsagt, að menn og konur taki sameiginlegan þátt í kostnaðinum, sem skemtanir hafa í för með sér, og slíkt þótti mik- il fjarstæða áður fyr. Hvað er það, sem veldur hinni snöggu breytingu á þeim aldagamla sið, að karlmennirnir borgi brúsann? munu menn spyfja. Hér er vafalaust að ræða um eina af afleiðingum heimsstyrjaldarinnar. Stríðið hafði það í för með sér, að kvenþjóðin fór að taka þátt í at- hafnalífinu miklu meira en áður hafði tíðkast. En það leiddi aftur til þess, að konur hlutu aukin réttindi og tóku sér stöðu við hlið karlmann- anna eða andspænis þeim, ýmist sem félagar þeirra eða skæðir keþpinaut- ar. Því er nú svo komið í þeim lönd- um, sem mest hafa orðið fyrir þeim byltingum, er af stríðinu leiddi, að maður og kona eru orðin jafnrétthá- ir félagar á ýmsum sviðum. En af því leiðir það, að ef þau langar til að eyða peningum saman, er litið svo á, að báðum beri að greiða kostnaðinn. í Mið-Evrópu er það orðið jafntítt, að konur sem karlar stingi upp á því að fara inn í veitingahús til þess að drekka þar kaffi o. s. frv. á beggja kostnað. Þetta leiðir að vissu leyti til auk- ins fjálsræðis. Ef þú ferð inn í veit- ingahús og veist, að þú átt sjálfur að borga það, sem þú neytir, ertu miklu óháðari félögum þínum og þar af leiðandi sjálfráðari en ella. En þetta jafnræði kynjanna er enn þá ekki orðin hefð á Norðurlönd- um, þó að það eigi sjálfsagt fyrir sér að ryðja sér þar til rúms. Og því er það, að ferðafólk, sem kemur sunnan úr löndum og kynnist háttum Norð- urlandabúa, er hissa á því ójafnræði, sem enn þá ríkir hjá þeim á þessu sviði. (Að nokkru leyti eftir Samtiden.) Maður nokkur var staddur á af- greiðslu dagblaðs og var að biðja þar fyrir auglýsingu. — Hvað mikið takið þið fyrir gift- ingarauglýsingu ? spurði hann. — Fjórar krónur fyrir þumlung- inn, svaraði afgreiðslumaðurinn. — Og hvert í logandi! Þau eru þrjár álnir hvort, hrópaði maðurinn í örvæntingu sinni.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.