Samtíðin - 01.05.1935, Page 21
SAMTÍÐIN
19
inu, en í janúar, febrúar og mars yrði
haldið uppi ferðum með vetrar-
íþróttafólk. En það þarf víðtæka aug-
lýsingastarfsemi til þess að koma
þessu í kring. í apríl og maí ætti
svo að nota skipið til ferða fyrir ís-
lendinga til Miðjarðarhafsins eða
eitthvað suður á bóginn.
Þetta mál er svo mikilvægt, að
sjálfsagt er að athuga það. Ef ein-
hver kemur með betri tillögur um
þetta, er slíkt vitanlega æskilegt, en
hitt er nauðsynlegt, að þetta mál sé
sem allra fyrst rannsakað til hlítar.
E. P. B.
Gestrisni Eskimóa.
Gestrisni Eskimóa er við brugðið. Með-
al þeirra gengur maður undir manns hönd
til þess að auðsýna gestum alla þá vin-
semd og alúð, sem unt er að láta þeim í
té: Einn þeirra færir gestinum selkjöt í
íláti, sem okkar á milli sagt, sést naumast
hjá okkur nema í svefnherbergjum. Ann-
ar færir gestinum þvottaskál, svo að hann
geti þvegið sér um hendurnar, eftir að
hann hefir etið selkjötið með fingrunum.
Og sá þriðji færir gestinum tusku, svo að
hann geti þerrað hendur sínar. Gestum er
ekki leyft að sofa einum, og er þeir eru
lagstir til hvíldar á silluna þar, sem þeim
er ætlað að sofa, bíða þeir þess með eftir-
væntingu, hver verði sendur til þeirra til
þess að sofa hjá þeim. Getur það brugðist
til beggja vona, hvort rekkjunautur þeirra
verði karl eða kona, ungur maður eða
gamall. Jafnskjótt og gesturinn hefir af-
klæðst, kemur kvenfólkið og hirðir fötin
hans, burstar þau, snýr þeim við og hengir
þau síðan upp til þerris.
(Cornhill Magazine.)