Samtíðin - 01.05.1935, Blaðsíða 23
SAMTÍÐIN
21
höfundanna. Sögurnar eru vel þýdd-
ar, enda hefir vel mentað fólk ann-
ast þýðingarnar. Bók þessa má benda
þeim mönnum á að kaupa, sem eru
að byrja að lesa sænsku. Geta þeir
þá sér til hægðarauka haft íslensku
frumsögurnar við höndina. Bókin er
160 bls. og kostar kr. 4.65.
Þriðja rit sænsk-íslenska félagsins
kom út árið 1933 og er stórmerkt.
Það er endurprentun á ritinu, Bref
rörande en resa til Island 1772 (þ. e.
Bréf frá íslandsför árið 1772) eftir
Uno von Troil (frb. Trúíl).
Uno von Troil var sænskur menta-
maður [síðar biskup í Linköping og
loks erkibiskup í Uppsölum (d.
1803)]. Hann kom til íslands í för
með Sir Joseph Banks árið 1772, sem
frægt er orðið, og er þetta rit hans
ferðabók, samin sem 22 bréf til ýmsra
merkra manna í Svíþjóð, og fjallar
um ísland og íslendinga.
Þessi bréf hafa verið lítt fáanleg
um langt skeið og er því hið mesta
nytjaverk að gefa þau út á ný. Þau
eru mjög skemtileg aflestrar og
geyma skringilegar lýsingar, sem ís-
lendingar munu henda gaman að.
Fjöldi mynda fylgir bréfunum, og eru
flestar þeirra eftir fylgdarmenn Sir
Joseph Banks. Sést þar bæði lands-
lag, fólk og mannahíbýli, en auk þess
er þarna afkárlalegur uppdráttur af
Islandi að þeirrar tíðar hætti. Lang-
an og mjög fróðlegan inngang að
bréfum Uno von Troils hefir Ejnar
Fors Bergström ritað. Als er bókin
182 bls. og kostar þó ekki nema tæpar
5 krónur.
Fjórða og síðasta rit, sem félagið
hefir sent frá sér, er einnig merki-
legt, og nefnist það: Island för hun-
dra ar sedan (þ. e. ísland fyrir 100
árum). I þessu riti eru um 50 heil-
síðumyndir, gerðar eftir Atlas histo-
rique I—II og Atlas zoologique médi-
cal et géographique úr safnriíinu
mikla Voyage au Islande et au Groén-
land o. s. frv., sem út kom í París á
árunum 1838—1852 og fjallaði um
leiðangra þá, er farnir voru frá
Frakklandi hingað til lands á árun-
um 1835 og 1836 á herskipinu La
Recherche og einkum eru kendir við
þá Paul Gaimard og Louis Eugéne
Robert. — í þessari för var fræði-
maður einn, Xavier Marmier að
nafni, og ritaði hann bók um ísland,
er hann nefndi Lettres sur l’Islande.
Er tekinn hér upp útdráttur úr henni
í sænskri þýðingu.
Inngang að þessu riti hefir Ejnar
Fors Bergström ritstjóri einnig sam-
ið, og er hann ritaður bæði af mikilli
þekkingu og skarpskyggni. Er Berg-
ström svo fróður um ísland og íslend-
inga, að undrum má sæta um útlend-
ing. En hitt er ekki minna um vert,
að þar munu íslendingar eiga góðan
vin, sem hann er. Þessi bók er nokkru
minni en bréf Uno von Troils, en kost-
ar kr. 6.00, sakir þess að mjög er til
hennar vandað, m. a. vegna mynd-
anna, sem í henni eru, og má það
heita gjafverð.
Alt bendir til þess, að bókaútgáfa
Sænsk-íslenska félagsins verði, er
fram líða stundir, hin merkilegasta.
Bækur félagsins eru sáródýrar miðað
við stærð og frágang. Ættu íslending-
ar að fylgjast með þessari útgáfu og
eignast ritin jafnóðum og þau koma
út. S. Sk.