Samtíðin - 01.05.1935, Síða 25
SAMTÍÐIN
23
Hve mikið þurfa landbúnaðarafurðirnar
að aukast árlega?
[Eftirfarandi grein er lausleg þýðing á smákafla úr stórri og
merkri bók um landbúnaðinn í heiminum, sem út kom í Danmörku
í fyrra. Nefnist bókin á dönsku: Verdens Landbrug og er eftir B.
Kampp, kunnan búvísindamann, sem árum saman hefir verið í
þjónustu utanríkisráðuneytisins danska. Bókin er rúmar 500 blað-
• siður (verð kr. 7.80) og er henni skipt í fjöldamarga kafla, þar sem
rætt er um landbúnað alment frá landfræðilegu og hagfræðilegu
sjónarmiði. En nálega helmingur bókarinnar fjallar um landbúnað
einstakra landa.]
Öldum saman hefir sú spurning
við og við vaknað, hvort unt muni
vera að veita hinum sífjölgandi íbú-
um jarðarinnar nægilegt viðurværi.
Þegar svo ber við, að uppskeru-
brestir af náttúrunnar völdum eða
styrjaldir, verkföll o. fl. óþurftir af
mannavöldum orsaka hungursneyð,
sem strádrepur miljónir manna, fara
menn að halda, að Malthus (enskur
hagfræðingur, sem uppi var 1766—
1834) hafi haft nokkuð til síns máls.
En hann setti fram þá kenningu, ein-
mitt er óáran mikið var í mannfólk-
inu, að alt of margir menn væru á
jörðunni (Essay on the Principle of
Population). Því taldi hann, að það
væri ekki nema eðlilegt, að nokkur
hluti mannkynsins hlyti að deyja úr
sulti og seyru, af því að aukning mat-
vælaframleiðslunnar gæti ekki orðið
jafnör og fólksfjölgunin í heiminum.
Á fyrstu árunum eftir heimsstyrj-
öldina heyrðust raddir um það, að
iandbúnaðurinn mundi jafnan eiga
örðugt með að fullnægja neysluþörf
fnannanna.
En offramleiðsla síðustu ára á öll-
um landbúnaðarafurðum virðist hafa
sýnt og sannað, svo að ekki verður
um vilst, að ekki sé skortur á landi til
ræktunar. Og það þarf ekki að fara
í neinar grafgötur til þess að ganga
úr skugga um, að hægt sé að auka
matvöruframleiðslu heimsins óendan-
lega mikið frá því, sem nú er.
Sú staðreynd, að mannkyninu f jölg
ar að meðaltali um alt að 10—15
miljónum árlega (þetta er auðvitað
ýmsum breytingum háð eftir því,
hvernig ástandið er á hverjum tíma
og eftir því, hver lönd eiga hlut að
máli), og að alt þetta fólk verður að
fæða, er í sjálfu sér ærið alvarlegt
umhugsunarefni.
Ef gert er ráð fyrir, að þá ha. af
akurlendi þurfi að meðaltali til þess
að fullnægja neysluþörf eins manns,
mundi láta nærri, að árlega þyrfti að
brjóta að minsta kosti 5 miljónir ha.
af nýju landi til ræktunar, eða land-
flæmi, sem er stærra en alt ræktað
land í Danmörku.
Á öldinni, sem leið, var vafalaust