Samtíðin - 01.05.1935, Síða 27
SAMTÍÐIN
25
ræktað miklu meira en þetta árlega,
er tekið var að brjóta hinar geysi-
miklu lendur í Ameríku og Ástralíu
til ræktunar. Og sama máli gegnir
um land það, sem ræktað hefir verið
á þessari öld, þar til nú á síðustu ár-
um. Þannig hefir samkvæmt alþjóða-
hagskýrslum samanlagt flatarmál
hveiti-, rúg-, bygg-, hafra-, maís-,
kartöflu- og baðmullarekranna í
heiminum aukist frá 402 miljónum
ha., sem var meðaltalið á árunum
1909—’13, upp í 466 miljónir ha. ár-
ið 1920. En þessi aukning nemur
meira en 6 milj. ha. árlegri stækkun
þessara ekra, enda hefir afrakstur
þeirra numið miklu meii-a en sem
svarar fólksfjölguninni í heiminum.
Hins vegar hefir komið í ljós, að
nóg landrými er enn í heiminum. Það
er því ekki ástæða til að óttast, að
jörðin sé að verða of lítil til þess, að
hún geti fætt mannkynið. Reynslan
hefir líka fyrir löngu sýnt og sann-
að, að aukning landbúnaðarafurð-
anna stafar ekki einvörðungu af því,
að nýtt land sé brotið til ræktunar,
heldur einnig af hinu, að ræktunar-
aðferðirnar hafa tekið endurbótum.
Af hverju stafar feg-
urð kvenna?
Fyrrum þóttu þær konur fegurstar, sem
nálguðust það að vera eins og grískar
gyðjumyndir. Nú er þetta viðhorf breytt.
Sumir telja það til bóta og álíta, að það
beri vott um, að menn telji hina ytri feg-
urð ekki einhlíta. Þeir hinir sömu halda
því fram, að nú á tímum sé sú ein kona
fögur, er eigi sér persónuleik, innri glóð,
er vermi þá, sem skipta orðum við hana.
,,Hver er lengur að fást um það, þótt
munnur eða úlfliður sé í stærra lagi og
konan sé eilítið kinnfiskasogin, ef hún er
gáfuð?“ segja þessir sömu menn.Þeir álíta,
að reglulegt andlit, sem oft er kallað frítt,
beri vott um kuldalegt skapferli og segja
að lokum:
„Fegurð kvenna nú á dögum stafar að
hálfu leyti af göfugu skapferli konunnar,
að einum fjórða af eðlisfríðleik hennar
og að einum fjórða af fegrunartækni nú-
tímans“.
í héraði einu í Kína er það siður á
heimilum ríkismanna, að kasta beinum úr
hænuungum og olíuviðarfræjum yfir axl-
ir gestanna og láta þau falla á gólfið. Er
það þá metið til hæversku, ef gestirnir
láta í ljós, að húsbóndinn muni vera auð-
ugur og muni hafa nóg af vinnufólki til
þess að hreinsa gólfið eftir að máltiðinni
er lokið. (Public Speaking.)
Þegar viS erum í þann veginn að sofna, er sál okkar móttækilegust fyrir áhrif-
um. Framsækinn maður hlýtur aS nytfæra sér þetta. Þegar hann er a<S sofna, mun
hann ekki hugsa um annaí en þaS, sem gott er og heilbrigt og fyllir huga hans gleði
og hugdirfS.
Luther H. Gulick.