Samtíðin - 01.05.1935, Blaðsíða 28

Samtíðin - 01.05.1935, Blaðsíða 28
26 SAMTÍÐIN Nýtt bindi af fornritaútgáfunni. Síðan SAMTÍÐIN kom út síðast, hefir Hið íslenska fornritafélag sent frá sér 4. bindi af íslenskum fornrit- um og eru í því þessar sögur: Eyr- byggja saga, ásamt Brandsþætti örva, og Eiríks saga rauða, ásamt Grænlendingasögu og Grænlendinga- þætti. Um útgáfu tveggja fyrstu sagnanna hefir dr. Einar Ól. Sveins- son séð, en Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður hefir séð um útgáfu hinna þriggja. Eins og mönnum er kunnugt, er svo til ætlast, að þessi útgáfa fornsagna vorra sé bæði vís- indaleg og alþýðleg í senn. Fyrra at- riðinu hafa útgefendur fullnægt með því að rita geysilangan formála fyrir sögnunum (hann tekur yfir 96 bls.) og semja ítarlegar skýringar við texta sagnanna, sem prentaður er neðanmáls. Munu fróðleiksfúsir menn hafa gagn og gaman af hvoru- tveggja. Þá fylgja þessu bindi ítar- legar ættartölur ýmsra af söguhetj- unum og registur. En þeir, sem meir hugsa um að lesa fornrit vor sér til dægrastyttingar munu vilja eignast þessa bók vegna þess, hve fagurlega er frá henni gengið í hvívetna. Letur er ágætt, skýringar ítarlegar, upp- drættir fylgja af landsvæðum þeim, er sögurnar gerast á, og auk þess eru í bókinni skírar og vandaðar mynd- ir af Helgafelli, skálagólfinu á Ból- stað, Kársstöðum í Álftafirði (allar varðandi Eyrbyggja sögu), en auk þess eru myndir af Brattahlíð, Herj- ólfsnesi og Görðum á Grænlandi- Það er jafnan merkur viðburður i hinu fátæklega bókmentalífi Islend- inga, er nýtt bindi bætist við frá hendi Hins íslenska fornritafélags. Hafa landsmenn sannarlega kunnað að meta þetta fyrirtæki, því að forn- ritin eru mikið keypt. En hitt mundu margir telja æskilegt, að útgáfunni yrði framvegis hraðað nokkuð meira en verið hefir. Af íslenskum fornritum eru áður komin út aðeins 2 bindi. Eru í öðru þeirra Egils saga, en í hinu Laxdæla saga. Bækur þessar eru seldar í vönd- uðu skinnbandi, pappabandi og ó- bundnar. Yið skinnbandið mætti gera þá athugasemd, að óheppilegt hefir reynst, að það skuli vera í tveim lit- um (svörtum og brúnum). Bækur þessar eru góðu heilli keyptar mikið til gjafa, en sá, sem gefa vill 2. eða 3. bindi, veit einatt ekki, hvernig litt það 1. eða 2. bindi er, sem gefand- inn á fyrir, og verður því oft að renna blint í sjóinn um litinn. Af þessu hefir hlotist talsverður óþarfa- ruglingur, því að auðvitað vilja allir bókamenn eiga þetta stórmerka verk í sams konar lit. Undan þessu hafa ýmsir kvartað.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.