Samtíðin - 01.03.1940, Side 15

Samtíðin - 01.03.1940, Side 15
SAMTÍÐIN 11 McGuffy’s, og fékk Jakobi hana því næst. — Gerðu svo vel, mælti Jakob og dró kviltun upp úr vasa sínum. Á benni stóð, að veitingamaðurinn hefði greitt honum skuld sína að fullu og öllu. T AKOB SAXONSTEIN hélt nú J rakleitt til liinnar óvistlegu skrifstofu sinnar, þar sem Sullivan prentari óð hréfavaðalinn á gólf- inu. Hann sneri sér á hæli, þegar Jakoh kom inn. — Fékstu peningana? Jakob settist ofboð rólega við skrifhorð sitt, þar sem alt var á rúi og stúi, og hætti þriðja nafninu aft- an á ávísun McGuffy’s. — Hér eru peningarnir yðar, Sul- iivan minn. Iiafið þér kvittun? Sullivan virti ávísunina rétl sem suöggvasl fyrir sér, stakk henni því- næst í veski sitt og skrifaði að þvi húnu kvittun fyrir 100 sterlings- punda greiðslu á prentvinnu. — Mér þykir annað en gaman að ganga hart að mönnum, Jakob minn, mælti hann. -— En ég skulda honum Ottó Meisterherg heildsala andvirði pappirs, og hann hringdi til mín. — Góði Sullivan, vertu ekki að afsaka þetta, greip Jakoh fram í fyrir honum og lyfti hendinni í and- niælaskyni. — Alt í lagi, .Takoh, ég er þá ekki að orðlengja þetta frekar. Fyrir- gefðu. að ég verð að hlaupa á dyr. Ottó bíður eftir mér. Á meðan þessu fór fram, heið Ottó heildsali mjög órólegur og gekk uni gólf í skrifstofu sinni, sem var þarna skamt frá. — Jæja, kallaði liann, þegar Sul- Iivan kom inn úr dyrunum og veif- aði ávísuninni framan í hann, — þetta liefur alt gengið að óskum? — Vitanlega, ansaði Sullivan og skrifaði nafn sitt á ávísunina, fvr- ir neðan nafn Jakobs, — en af hverju lá svona mikið á þessu, Ottó? — Mér bráðlá á peningum, svar- aði Ottó, um leið og hann skrifaði nafn sitt á ávísunina fyrir neðan nafn Sullivan’s. — Svo er mál með vexti, að ég skulda Toni Campan- elli, veðbankastjóra liérna niðri, 100 pund. Viltu afsaka mig .... HANN ÞAUT út úr skrifstofunni. Þegar liann fór frá Campan- elli, tíu minútum seinna, mætti hann manni, sem var á leið til veð- bankastjórans. Þetta var hár og grannvaxinn maður, vel búinn. Hann hét Montgomery Montrose og gerði sér það að lífsstarfi að veðja á hesta úti á skeiðvellinum. — Jæja, Tony kallinn, þá er ég nú kominn að vitja um þessi 100 sterlingspund, sem ég vann klukk- an 3 i gær. Svo er mál með vexti, að einum af kunningjum mínum bráðliggur á peningum, og það vill svo til, að ég skulda honum 100 pund. -—- Biddu andartak, Montrose minn góður. Peningana skaltu fá. Tony Campanelli horgar allaf það, sem hann skuldar. Og' með miklum fjálgleik skrifaði Campanelli nafn sitt aftan á ávísun McGuffy’s. — Hvert í syngjandi, sagði Mont-

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.