Samtíðin - 01.03.1940, Side 18

Samtíðin - 01.03.1940, Side 18
14 SAMTÍÐIN Sigurður Ágústsson, Birtingaholti: ( iii kornrækt [Samtiðin vœntir þess, að lesendur hennar veiti athygli eftirfar- andi frásögn hins unga, sunnlenska bónda, um hinar merkilegu korn- ræktartilraunir hans. — Ritstj.]. Ritstjóri Samtíðarinnar hefir beð- ið mig að skýra lítið eitt frá reynslu minni í kornrækt, og skal ég nú leitasl við að verða við þeirri bón. Tildrög þess, að ég fór að hugsa um að rækla korn, voru ritgerðir Klemensar Kristjánssonar, tilrauna- stöðvarstjóra á Sámsstöðum i Fljótshlíð, og skýrsfur hans um til- raunir þær, sem hann gerði með ræktun hyggs og hafra, fyrst i Reykjavík og siðar á Sámsstöðum. Árangur þessara tilrauna og það, hvernig frá þeim var sagt, hlaut að vekja atliygli allra, sem áhuga höfðu fyrir jarðrækt. Þó mun nokkru hafa ráðið um, að ég fékk i fyrsta sinn korn og sáði, forvitni mín á því, hvort korn næði í raun og veru að þroskast hér uppi í Hrepp. Þegar ég talaði um þessa hluti við mér eldri og reyndari menn, var Fljótshlíðin talin liafa alveg sérstök skilyrði til hvers konar ræktunar, hæði veðursæld og jarð- vegsgæði fram yfir aðrar sveitir, og væri því ekki takandi mark á, þó að þar fengist góð uppskera af þroskuðu korni.Mér fanst með þessu sem hálfgerðu vantrausti væri lýsl á minni sveit og öðrum með likum skilyrðum, og ég var staðráðinn i að reyna. Vorið 1932 sáði ég korni til þrosk- unar í fyrsta sinn. Það var 10. maí. Fvrsti akurinn var ekki stór, 250 m2, og var annar helmingurinn með byggi og hinn með höfrum. Korn- ið þroskaðist vel, bæði hafrar og bygg, en ekki þreskti ég þessa litlu kornuppskeru, heldur var liún gef- in hænsnum á hálmstönginni og varð þá lítið úr hálminum. Með þessari litlu tilraun lil korn- ræktar fanst mér ég liafa fengið því svarað, livort korn gæti náð þroska hér, og var svarið jákvætt. Ég ásetti mér að reyna aftur, þó að mér væri það ljóst, að vöntun á áhöldum til þreskjunar stæði i vegi fvrir kornrækt, sem nokkru næmi. Næsta ár, 1933, sáði ég 10 kg. af hvoru, byggi og höfrum, í 1000 m2 samtals. Kornið þroskaðist vel. Þeg- ar það var orðið þurt, var það sett í stakk og breitt vandlega yfir. Eng- in var kornhlaðan. Þetla korn var þreskt þannig, að kornið var harið af með priki, og þannig þreskti ég alt það korn, sem ég ræktaði á næstu árum, þangað til ég fékk þreskivél haustið 1937. Það var seinlegt verk, að þreskja á þennan hátt, en þó framkvæman- legt. Uppskera af korni árið 1933 var sem næst 2 tunnum, eða 20 tn.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.