Samtíðin - 01.03.1941, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.03.1941, Blaðsíða 11
SAMTlÐIN 7 horfðu þau orðlaus á rústirnar af hinu dásamlega íbúðarhúsi sínu. Alt í einu rak eiginmaðurinn upp skelli- hlátur. — Þú hlærð að þessum ósköpum? Ertu genginn af vitinu? mælti kona hans forviða. - Ég get ekki annað en lilegið, svaraði maðurinn, — því að þetta er fyrsta óhappið í okkar langa hjónabandi, sem þú liefur ekki kent mér um. En þessar sögur segja vitanlega ekkert um hjúskaparlif Bandaríkja- nianna yfirleitt, þær eru aðeins mið- aðar við einstakar öfgar. Að lokum vildi ég segja þetta: Bandarikjamenn eru dugandi þjóð, sem geta i ýmsum efnum ver- okkur Evrópumönnum lil fyrir- niyndar, og Bandaríkin hafa sýnt ýmsum þjóðum, sem nú verða að þola kúgun í Evrópu, mikla samúð og velvild. ÝLEGA liefur verið uppgötv- aður stjörnuheimur, sem er svo fjarlægur jörðunni, að ljósið er 230 miljónir ára að herast þaðan okkar. í þessari „nýfundnu ver- °ld“ eru stjörnur, svo að þúsundum niiljóna skiptir. Sú, sem er fjarlæg- Ust okkur, hreyfist með 25 þús. enskra milna hraða, eða fer kring'- 11111 miðbaug jarðar á einni sekúndu. Hreiðar E. Geirdal: FJ ALLAGESTIR Tileinkað Skíðaviku ísfirðinga Löngum leggur sunna leiðir bak við fjöllin. Hæðir, holt og runna hylur vetrarmjöllin. Æskan takmark eygir; íþrótt skíða lærir, svo að vetrar vegir verði öllum færir. Hug frá deyfð og drunga draga skíðabrekkur, þar sem þjóðin unga þreytir svig og stekkur. Hreysti-hámark setur hún á fanna þiljum; hyllir harðan vetur, hlær að norðanbyljum. Fólkið leikur listir; lætur köppin ganga. Reginskafla ristir. Rýkur mjöll um vanga. Viljinn hátt sér hreykir; heimtar bestu kosti. Innra átak kveikir eld — í hörkufrosti. Ýtir tímans alda önn af dagsins herðum. Gesta hópar halda heim úr skíðaferðum. Kveðjur alúð inna; yl í handabandi. Fleira tekst að finna en frost á Vesturlandi. AMTÍÐIN heitir á alla sína mörgu á- ' skrifendur nær og fjær að greiða hið higa árgjald ritsins (5 kr.) nú þegar, með l'.'í pappír og ýmis önnur útgjöld við ritið verða að greiðast fyrirfram. Send- argjaldið í bréfi eða póstávísun og ^Parið oss með því tilfinnanlegan inn- heimtukostnað. Munið, að S a m tí ð i n frá upphafi, 7 árgangar, ca. 2300 bls., kost- ar aðeins 28 krónur, burðargjaldsfrítt gegn fyrirframborgun. Þetta eru bestu bókakaupin. Gerið þau strax, meðan upp- lag endist. Segið vinum yðar frá S a m- t í ð i n n i, sem ekki hefur hækkað í verði.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.