Samtíðin - 01.03.1941, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.03.1941, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 Friðþjófur hjá Tegnér. Selma hef- iu- sjálf gert þá játningu, að Frið- þjófssaga Tegnérs hafi verið sér mjög hjartfólgin, og yfirleitt mun óliaett að fullvrða, að skáldkonan hafi orðið fyrir miklum áhrifum af I egnér. En á þrennan hátt að minsta kosti sannaði Selma Lagerlöf með samningu Gösta Berlings sögu, að lum væri athyglivert skáld: 1) Hún hreytti ógæfumönnum vermlensku inunnniælasagnanna í persónugerv- 'ntía* er skynjuðu tilveruna frá sjón- armiði lista og gleðskapar og gerði þá að fulltrúum í ævintýralandi liinnar óhagnýtu fegurðar. 2) Hún hraut í hág við þá hölsýnis-raun- sæisstefnu, sem um þessar mundir yar rikjandi í bókmentum Svíþjóð- ar- 3) Húu skapaði nýjan og frum- legan frásagnarstíl. í stað þess að lýsa persónum sögunnar frá nei- kvæðu gagnrýni-sjónarmiði og túlka gervalt söguefnið i ljósi ömurlegs 'eruleika, brá Selma Lagerlöf 3Tfir það mjög sérkennilegu rómantísku töfragliti. En þá vaknar þessi spurning: Hvaðan kom kenslukonunni í Handskrona máttur til þess að skapa svo óvenju merkilega frumsmíð seni Gösta Berlings saga er? Til shks munii vermlensku munnmæla- sagnirnar og meðfæddir hæfileik- ar tæplega hafa nægt. Þó að okk- Ur Islendingum liætti oft við að gera mikið úr svonefndum með- fseddum hæfileikum, en meta ment- nn og (erlend) áhrif minna, er slikt mJög varhugavert, þegar um sköp- nn listaverka er að ræða. Þess hátt- ar gerist j-firleitt ekki af sjálfu sér án langrar og harðrar þrekraunar og mikils ldjóðláts undirbúnings- starfs. Próf. Fredrik Böök befur bent á, að Selma Lagerlöf muni hafa orð- ið fyrir miklum áhrifum af Thomas Carlyle, ekki einungis að því, er snertir frásagnarstíl, Iieldur einnig hugmyndaflug, og að þessi áhrif liafi beinlínis gerl henni það kleift að skilja auðlegð og mikilvægi vermlensku munnmælasagnanna. Böök telur, að án kvnna sinna af verkum Carlyles, og þá einkum af riti hans um frakknesku byltinguna (History of tlie French Revolution), hefði Selmu naumast auðnast að skrifa þá sögu Gösta Berlings, sem Iiún gaf öldum og óbornmn og nú hefur verið snúið á íslensku. Við þessi áhrif lærðist skáldkonunni að skilja hetjueðlið og jafnframt hið frumstæða sálarlíf fólksins í Verma- landi. Þannig levrstu verk liins skoska meistara úr læðingi hjá henni þá orku, er gerði henni fært að spá yfir beinum horfinnar kyn- slóðar, og hefja minningu hennar upp í ríki ódauðleikans. Það er ógerningur, að rekja hér efnið í Gösta Berlings sögu. Með þessum linum hefur einungis vcrið leitast við að visa væntanlegum is- lenskum lesendum leiðina að dyr- um þessa dásamlega völundarhúss vermlenskrar tilveru í æðra veldi, þar sem þeir munu siðan undir handleiðslu hinnar sænsku skáld- drötningar komast í kynni við eitthvað svipað og Bjarni kallaði „skrípitröll, skjaldmeyjar og skóga hugmynda.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.