Samtíðin - 01.03.1941, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.03.1941, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN nægju. Þetta áform styrktist seinna, er hún heyrði föður sinn segja kynjasögur af manni nokkrum, sem hann liafði kvnst, og það var þessi maður, sem varð að nokkru levti fyrirmyndin að Gösta Berling. í jólaleyfi einu lieima í Vermalandi reyndi Selma að yrkja kvæði lir hrotasilfri erfðasagnanna um liina kynlegu Vermlendinga, að dæmi þeirra Bellmans og Bunebergs, en sú tilraun mistókst. Söguljóð voru þá ekki orðin bókmentatíska, lieldur miklu fremur leikritsformið (sbr. verk þeirra Ibsens og Strindbergs). Sehna hugðist nú að semja leikril, en það áform varð að engu. Svo leið og heið. Sköpun hins ósamda verks lá eins og farg á herðum liinn- ar ungu kenslukonu, eins og þcir menn munu skilja, sem orðið hafa fvrir ónæði af völdum skáldlegra viðfangsefna. Hún lierti loks upp hugann suður í Landskrona og skráði erfðasagnirnar í nútíma- sögustil, en árangurinn varð ekki glæsilegri en svo, að tímaritin feng- ust ekki til að birta þetta. Þá gugn- aði Selma i bili, en færði þó í let- ur nokkrar erfðasagnir, sér einni til hugarhægðar, en hvorki sér til lofs né frægðar, og án þess að hún léti sér til hugar koma að birta þær. Um þessar mundir l)ar það til tíð- inda, að selja álfi föðurleifð Selmu í Vermalandi, og hún brá sér heim til ])ess að kveðja ættaróðal sitl i hinsta sinn. Það var ekki sársauka- laust. Jörðin og liúsin áttu nú að lenda i höndum ókunnugra manna. Selma Lagerlöf reikaði harmþrung- in um landareign föður sins. En þá komu erfðasagnirnar fram í liuga hennar á ný og' nú með slíku ofur- magni, að liún fékk ekkert viðnám veilt og hlaut að breyta þeim i skáldsögu. Skömmu seinna auglýsti tíniaritið Iðunn eftir sögu og hét verðlaunum, og Selma lagði nú sið- ustu hönd á 5 fyrstu kaflana af Gösta Berlings sögu, sendi þá til Stokkhólms, hlaut verðlaun tíma- ritsins, fékk þegar tilboð í útgáfu á bókinni í heild og hlaut fjárstyrk frá efnuðum vinum sínum, er gerðu benni þar með fært að ljúka við sitt fyrsta skáldrit, sem kom út ár- ið 1891 (21. útgáfa þess kom út á sænsku árið 1919). EGAR Selma Lagerlöf mintist þessarar frumsmíðar sinnar ár- ið 1902, komst hún m. a. þannig að orði: „Það var einu sinni saga, sem vildi láta segja sig og koin- ast út í heiminn." í þessum ummælum felst innileg játning og fullkomið lítillæti. Með þeim gaf skáldkonan í skvn, að átt- haga-erfðasagnirnar heiman úr Vermalandi hefðu beiðst þess að verða í letur færðar. Sjálf var liún aðeins ambátt þeirra, en ekki drotrt- ing. En þó að Selma ysi óspart af brunni erfðasagna, er hún skrifaði Gösta Berlings sögu, var samning sögunnar vitanlega skáldlegt afrek, fvrir sitt levti eins og samning suinra íslendingasagnanna. Upp yf- ir flatneskju munnmælanna rísa þar furðulegustu söguhetjur og ])á fyrst og fremst presturinn Gösta Berling, sem verður hér að ljóðrænum per- sónugervingi (,,hetjutýpu“), líkt og

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.