Samtíðin - 01.03.1941, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.03.1941, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN Tvö guðshús frá 1823 og 1940 j\,T ATTHIASARKIRKJAN á Akureyri, sejn mun vera veglegasta lúthersk kirkja, er reist hefur verið liér á landi, var víg'ð 17. nóv. síðastl. Hafði hún verið í smíðum hátt á annað ár. Uppdráttinn að kirkjunni gerði húsameistari ríkisins, próf. Guðjón Samúelsson. Hæð turnanna frá jörðu ér 2(5 metrar. Kirkjan er 34 m. á lengd, og breidd aðalkirkjunnar er 14 m. Hæð frá gólfi upp í hvelfingu kirkjunnar er 8M; m. Sæti eru í kirkjunni fyrir um 550 manns, en vegna þess, hve gólfflötur hennar er stór, má enn fjölga sætum að miklum mun. Akureyri hef- ur hér eignast veglegt guðshús, sem hinn fagri uorðlenski höfuðstáður hafði orðið mikla þörf fyrir. Er Matthíasarkirkjan hin mesta bæjarprýði og söfnuði sinum til mik- ils sóma. Megi hún ávallt blessunar njóta. ESSASTAÐA- KIRKJA er eitt hið virðuleg- asta guðshús á íslandi.Hafið var að reisa hana um 1780, en fullgerð var hún árið 1823. Bessastaðir eiga sér mikla sögu, og standa liúsin þar sem eins konar minn- ismerki liðinna alda. Sigurður Jónasson forstj. keypti Bessastaði s.l. ár. Hann hef- ur þegar látið fara fram mikla viðgerð á kirkj- unni, og er slikt mjög þakklætis- verður virðingar- vottur gagnvart þessu 118 ára gamla guðshúsi.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.